16.1.2009 | 10:47
Ísaelar hafna vopnahléi!
Forráðamenn í Ísrael finnst þeir greinilega hafa ekki drepið nógu marga Gazabúa og valdið nógu miklu skemmdum á samfélaginu þar. Þeir neita að fallast á vopnahléstillögur þær sem Egyptar hafa lagt fram, þrátt fyrir að Hamas hafi fallist á þær fyrir sitt leyti.
Þeir virðast t.d. vilja að bandarískt herlið gæti landamæranna við Gaza en ekki Tyrkir!
Nú hafa yfir 1100 Palstínumenn verið drepnir og 5100 særst á þeim 21 degi sem árásir Ísraels hafa staðið yfir. Enn er hins vegar talan hin sama hjá Ísraelsmönnum, eða 13 þeirra dauðir.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi. Þar var Ísrael ásakað fyrir að hafa brotið þjóðarrétt með því að ráðast á sjúkrahús, fréttamenn og byggingar Sameinuðu þjóðanna.
Margar þjóðir fordæmdu harðlega árásirnar á byggingu Sameinuðu þjóðanna í gær en eins og margir vita þá hefur allsherjarþingið engin raunveruleg völd og ályktaði því ekkert um málið. Því situr allt við hið sama og drápin og eyðileggingarnar halda áfram.
Hamas hefur lýst deginum í dag sem "degi reiðinnar" og efna til mótmæla á Gaza og á Vesturbakkanum. Abbas foystumaður al-Fatah hefur tekið undir þetta og hvatt til mótmæla. Ísraelsmenn hafa svarað með því að loka allan Vesturbakkann af!
Enn heyrist engin mótmæli hér heima, hvorki frá ríkisstjórninni né innlendum hjálparstofnunum eða mannréttindasamtökum. Þá er ansi hljótt um félagið Ísland-Palestína og fer lítið fyrir þeirri söfnun sem félagið ætlaði að standa fyrir til hjálpar Palestínumönnum.
Ísraelar vilja ótímabundið vopnahlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, ég held með hvorugum hópnum. Mer finnst þetta fólk bara vera blood thirsty people.
Þetta minnir mig á Írland á sýnu tíma. Hvernig væri að setja hryðjuverkabann á þessi lönd. Annað eins hefur nú verið gert.
Anna , 16.1.2009 kl. 11:46
Ég held að þetta sé nú ekki spurning um að halda með öðrum hópnum gegn hinum. Þetta er spurning um að halda með fólkinu sem verður fyrir þessum hörmungum. Og það eru afdráttarlaust Palestínumenn sem líða, ekki Ísraelar.
Mér sýnist á þínu eigin bloggi að þú takir yfirleitt afstöðu með þeim sem hafa verið óréttir beittir á einhvern hátt. Það sama á við hér. Því ætti samúð þín öll að vera með Palestínu.
Torfi Kristján Stefánsson, 16.1.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.