Vísvitandi skotið á almenna borgara

Það er athyglisvert hvernig mbl.is hefur notast við vestræna fréttamiðla, eða ísraelska, í frásögum sínum af árásarstríði Ísraela á Gaza, fjölmiðla sem eru fjarri vettvangi.

Á meðan er áreiðanlegur miðill eins og Aljazeera, sem er með fréttamenn inni á sjálfum hörmungarsvæðunum, algjörlega hunsaður. Ef þetta er ekki hlutdrægni þá veit ég ekki hvað er það.

Á myndbandi, sem vísað er með tenglinum hér að neðan, má sjá eyðileggingarnar á Gaza eftir landhernað Ísraela og heyra af ástandinu síðustu tvo daga þegar ástandið var sem verst. Fólk þorði ekki út úr húsi og ef það lét sjá sig þá var umsvifalaust skotið á það.

Í myndbandinu sýnir palestínskur læknir leifar af forfórsprengju Ísraela en þær eru bannaðar af alþjóðasamfélaginu eins og fólk veit. Þá segir algjörlega ópólitískur háskólaprófessor frá því að þremur eldflaugum hafi verið skotið á íbúðina hans en hann verið svo heppinn að vera ekki heima við.

Allt það sem sagt er frá á myndbandinu eru skýr dæmi um stríðsglæpi Ísraela: 

http://english.aljazeera.net/news/middleeast/2009/01/200911615292378531.html 

Þá segir í fréttum frá Noregi að faðir Ehab, norska Palestínumannsins sem ég sagði frá í gær og setti inn tengil á viðtal við hann, hafi farið út á svalir á íbúð sinni, sem er á 11. hæð í íbúðablokk. Örstuttu síðar hafi eldflaug verið skotið á svalirnar frá skriðdreka sem var í 500 metra fjarlægð:

"Faren til Ehab hadde vært ute på verandaen i leiligheta i 11. etasje i en boligblokk. Sekunder senere ble verandaen truffet av granaten. En av naboene hadde observert dette. Thanksen som skjøt stod 500 meter unna."

 


mbl.is Greiða atkvæði um vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallarðu Al-jazeera áræðanlegan miðil??

Þú ert fáfróður félagi

Eiki (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband