Þessu trúi ég ekki!

Fyrir það fyrsta þá tel ég hæpið að hægt sé að sýna fram á með þessum rannsóknum að landnámskarlar hafi verið norrænir "víkingar" en landnámskonurnar írskar og skoskar. Og hvernig vita menn að beinin sem verið er að skoða sé af "landnámsmönnum"?

Þá staðfestir Landnáma þetta alls ekki því þar kemur fram að flestir landnámsmennirnir komu beint frá Noregi, konurnar jafnt sem karlarnir. Það voru fjölskyldur sem komu hingað, en ekki "víkingar" sem lögðu í hernað (eða kaupmennsku) og komu svo hingað upp með ránsfenginn.

Samkvæmt Landnámu voru það aðeins fáeinir landnámsmenn sem komu við á Bretlandseyjum á leiðinnin hingað upp, einkum þeir kristnu svo sem Dalamenn. 

Íslensk erfðagreining berst við algjört gjaldþrot þessa daganna - og hefur reyndar lengi gert. Þessi rannsókn þeirra nú virðist vera einhver ódýr sölubrella til að rétta skútuna af. 


mbl.is Erfðaefni Íslendinga í þúsund ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Áhugavert.

Tvö komment:

1. Eru beinin ekki einfaldlega aldursgreind til að finna út hvenær þau séu jarðsett? Það ætti að vera frekar einfalt, bæði með jarðvegsgreiningu og beinagreiningu.

2. Og genamengið hlýtur að vera hægt að bera saman við genamengin erlendis?

Og samanburðurinn við sögurnar er áhugaverður því manni var kennt eitthvað í þeim dúr eins og þú lýsir.

kv.

Ólafur Þórðarson, 19.1.2009 kl. 03:34

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég er bara svo skeptískur gagnvart því sem ég vil kalla oftrú á vísindum að ég trúi ekki enn að hægt sé að greina einhvern "hvatbera" sem skili sér aðeins frá móður til afkomenda - og það svona langt aftur í aldir.

Þá hef ég ekki heldur trú á þessa nákvæmu og frekar einföldu jarðvegs- og beinagreiningu. Ég veit (eða þykist vita) hvað jarðveginn varðar að öskulagið frá Heklu 1103 skiptir þar miklu máli, en varla er það mjög nákvæm mæling.

Þá sýnist mér samanburður við erlend genamengi séu nokkuð handahófskennd - og ekki mjög nákvæm, gæti átt við alla vesturströnd Evrópu, allt til Spánar!!

Og er alveg öruggt að konurnar hafi verið keltneskrar ættar? Hvernig væri að skoða Sama í þessu tilviki?

Nú er mikið fjallað um leikritið um Þorgerði Brák, fóstru Egils Skallagrímssonar, þar fullyrt fullum fetum að hún hafi verið írskrar ættar og að menn Skallagríms hafi hneppt hana í ánauð í ferð sinni þangað.

Um það segir ekkert í Eglu, aðeins þetta (og svo lýsingin á því hvernig berserkurinn drap hana):

"Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms; hún hafði fóstrað Egil í barnæsku; hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög." 

Hins vegar kemur fram í Eglu mikil tengsl við Norður-Noreg (rétt eins og í öðru bókum Snorra!). Þórólfur, bróðir Skalla-Gríms, bjó jú þar og giftist konu frá Hálogalandi. Þá kom háleygskur maður upp með Kveld-Úlfi og setti bú að Andakíl (Grímur). Þessi ambætt getur því vel hafa verið Sami, enda passar lýsing hennar við lýsingum norrænna manna á Sömum á þessum tíma (og ávallt síðan): "mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög".

Þá er einnig að finna í nafni hennar trúarsögulega skírskotun (sem einnig er dæmigert fyrir Snorra!), reyndar ekki endilega í Brákarnafninu heldur í Þorgerðarnafninu. Þorgerður Holgabrúður var dularfull kvenstift á Hálogalandi á 10. öld eða fyrr. Sýndi Hákon Jarl henni sérstaka virðingu og talaði um hana sem ættmóður sína. Leidd hafa verið líkur að því að hún hafi verið Sami (sjá Saxus Grammaticus og 82. kafla Njálssögu).

Þetta er rakið hér: http://www.love.is/roald/vikingtid.htm 

Sjá einnig http://sv.wikipedia.org/wiki/Samisk_religion þar sem bent er á líkindi á trú Sama og trú fyrstu Íslendinganna.

Þannig gæti vel verið að fleiri "þrælar" hafi komið frá Lapplandi en frá Bretlandseyjum og að við höfum Sama-gen, en ekki írsk. En það er auðvitað ekki eins fínt, enda hafa Samar lengi verið talið einn af óæðru kynstofnunum, frumbyggjum sem nauðsynlegt væri að siðmennta.

Torfi Kristján Stefánsson, 19.1.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband