Nýr formaður - nýir tímar?

Sigmundur Gunnlaugsson allt í einu orðin formaður Framsóknarflokksins! Hver er þessi maður? Fyrrum fréttamaður og nú skipulagsfræðingur?

Nei, bíðum aðeins. Hann er einn af sonum flokksins. Faðir hans, Gunnlaugur Sigmundsson, var alþingismaður Framsóknar á árunum 1995-1999. Svo kannski er ekkert svo mikið nýtt við Sigmund?

Og það er einnig spurning hvort nýir tímar séu virkilega í vændum innan flokksins. Eins og flestum er kunnugt hafa framsóknarmenn verið duglegir að  verða sér úti um brauðmolanna sem féllu af ríkisborðinu þegar fyrirtæki þess voru einkavædd. Gott dæmi er auðvitað Búnaðarbankinn en nýjustu fréttir af framferði eins framsóknarmannsins úr S-hópnum, Ólafs Ólafssonar, varðandi sheik-mál Kaupþings skemmtir nú landsmönnum.

Annað ríkisfyrirtæki, sem afhent var Framsóknarmönnum, snertir einmitt föður hins nýja formanns. Gunnlaugur Sigmundsson var jú þingmaður Vestfirðinga um tíma og kom þá að starfsemi ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli, ásamt fleiri ratsjárstöðvum. Hann fékk þann bitling að vera stjórnarformaður Þróunarfélags Íslands  og síðan Kögunar sem sá um rekstur ratsjárstöðvanna, fyrst fyrir bandaríska herinn og síðan fyrir íslenska ríkið.  Hann sá síðan um sölu Kögunar fyrir hönd ríkisins og keypt það svo sjálfur á góðu verði!!

Að lokum seldi hann, sem forstjóri, Kögun á góðu verði þegar herinn fór og er nú framkvæmdastjóri Máttar sem er nú í eigu Sjóvá, Milestone og Glitnis, sjá t.d. http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=89604&mode=threaded

Gunnlaugur er einnig stjórnarmaður í Icelandair Group.

Ekki veit ég hvort hann sé einn útrásarvíkinganna en mér sýnist á þessu ofantöldu að tengsl Gunnlaugs við fjármálasukk síðustu ára séu mjög mikil.

Það er kannski óréttlátt að láta syndir feðranna lenda á börnunum, en ljóst er að með þessu kjöri er Framsóknarflokkur svo sannarlega ekki að segja skilið við sína gruggugu fortíð, heldur þvert á móti.

Líklega hefði það verið skárra fyrir flokkinn að velja prestssoninn frá Möðruvöllum í Hörgárdal, Höskuld Þórhallsson. Faðir hans var aldrei tengdur við neitt misjafnt. Mistökin hafi í raun verið að halda sig ekki fast við mistökin!


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Sgmundur sé duglegur og heiðarlegur hann hefur mikinn metnað

að gera sterkan miðjuflokk  

leedsari (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:40

2 identicon

Sigmundur er ungur maður og gefur af sér góðan þokka og virðist efnilegur. En hans bíður mjög erfitt verkefni. Framsóknarflokkurinn hefur á sér spillingarorð eftir einkavinavæðingarsukkið, sem framkvæmt var samkvæmt helmingaskiptareglu Framsóknar og íhalds. Faðir Sigmundar var einn af óligörkum Framsóknar, ásamt Finni Ingólfssyni o.fl. Í fréttum fyrir nokkrum árum var sagt að Gunnlaugur og fjölskylda hans hefði efnast gríðalega á tveimur árum vegna einkavæðingar á opinberu fyrirtæki, þar sem hann hafði sjálfur verið pólitíkst skipaður forstjóri. Sú einkavæðing fór mjög hljóðlega fram. Ég vona að Sigmundur hafi ekki komið nærri þessu, en mér finnst að hann verði að skýra þetta og hans þátt, hafi hann verið einhver. Það er hugsanlegt að hann hafi gert það, en það hefur þá farið framhjá mér.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sigmundur og hans fólk fékk mikla gagnrýni á sig fyrir smölun á dögunum á fundi Reykjavíkurfélagsins, þegar það tilnefndi fulltrúa á Landsþingið. Hann kann greinilega ýmsa klæki sá drengur, enda skilst manni að Björn Ingi og fleiri spillingaröfl innan flokksins hafi stutt hann þar dyggilega.

Þá er hann greinilega með mikla peningamaskínu að baki sér en faðir hans varð vellauðugur á fyrirgreiðslupólík flokksins í kringum áramótin.  Tengsl föður hans við Karl Wernersson og Einar Sveinsson (í gegnum Sjóvá) spilla eflaust ekki fyrir peningaflæði til hans, en hætt er við að borga þurfi það til baka með einhverri greiðasemi þegar tækifæri gefst til. Þaðan er heldur ekki löng leið til Ólafs Ólafssonar og Jóns Ásgeirs (í gegnum Icelandair group).

Mér sýnist einfaldlega að hægri armurinn, flokkseigendafélagið hans Halldórs Ásgrímssonar, hafi sigrað í þessum formannsslag og við munum eiga von á sömu framhaldssögunni og við höfum heyrt síðustu 10 árin eða svo.

Framsóknarflokkurinn er a.m.k. ekki neinn boðberi nýrra tíma.

Torfi Kristján Stefánsson, 18.1.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband