Nú hóta Ísraelar líka?

Myndin sem dregin hafa verið upp af Hamas í vestrænum fjölmiðlum og af stjórnvöldum sem höll eru undir árásarstefnu Ísraela og USA er vægast sagt hlutdræg og villandi.

Hamas-samtökin eru fyrst og fremst velferðar- og stjórnmálasamtök, en ekki hernaðarsamtök. Þá er margt sem bendir til þess að þau séu tilbúin til að viðurkenna Ísrael sem lögmætt ríki. Í og með sigri Hamas í janúarkosningunum 2006 hafa samtökin horfið frá sinni harðlínustefnu og eru tilbúin til samtals við fjendur sína.

Hins vegar halda Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, áfram að hunsa Hamas og stimpla þá sem hryðjuverkasamtök. Þetta er gert þrátt fyrir að Hamas hafi látið af sjálfsmorðsárásum á Ísrael og sýnt vilja til að fylgja lýðræðislegum leikreglum. Þess vegna eru aftur farnar að heyrast raddir innan samtakanna að taka upp fyrri aðferðir. Hin mjúka stefna beri jú engan árangur. 

Það eru þó nokkrir stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum sem vilja rjúfa einangrun Hamas og hefja samtal við samtökin. Þar á meðal er utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gadhr Störe. Orðrómur um að Obama forseti Bandaríkjanna (frá og með morgundeginum) geti hugsað sér það sama, gefur örlitla von um að hörmungum Palestínumanna taki brátt að linna.

Hins vegar hefur leiðtogi Fatha samtakanna, Mahmuth Abbas, misst allt traust landsmanna sinna með undarlegri afstöðu til hernaðar Ísraelsmanna á Gaza. Talað er nú um hann sem landráðamann og bent á spillinguna sem ríkir innan samtakanna.

Rétt eins og venjulega styðja Vesturlönd spillt samtök eins og Fatha sem láta greipar sópa um hjálpargöng til Palestínumanna en einangrar samtök eins og Hamas, sem hefur notað fjárstuðning frá hjálparsamtökum til að byggja upp skóla, dagheimili og sjúkrahús fyrir fátæka landsmenn sína.

Já, lýðræðishjalið og meint umhyggja fyrir velferð fólksins á þessu landsvæði eru ekki aðeins orðin tóm, heldur eru einnig dæmigerð fyrir hræsni Vesturlanda og siðferðilegt skipsbrot þessa heimshluta. Skipsbrot upplýsingar og frjálshyggju.

Við getum hins vegar lært af þrautseigju og baráttumóði Palestínumanna - sem byggir að stórum hluta á trú þeirra. Trúin á það að óréttlætið hafi ekki síðasta orðið, m.a. trú á líf að þessu loknu, sem gerir þá siðferðilega sterka og óttalausa þrátt fyrir alla þá skelfingu sem þetta fólk þarf að ganga í gegnum.

Þessi þrautseigja þýðir í raun endurreisn gamalla, siðferðilegra og trúarlegra gilda - og sýnir áþreifanlega styrk þeirra.

Trú- og siðgildisleysi Vesturlanda sýnir hins vegar innri veikleika þeirra - og er upphafið að falli enn eins heimsveldisins, sem leystist upp innan frá. 


mbl.is Livni: Nú vita þeir hvað við gerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hamas-samtökin eru fyrst og fremst velferðar- og stjórnmálasamtök, en ekki hernaðarsamtök. Þá er margt sem bendir til þess að þau séu tilbúin til að viðurkenna Ísrael sem lögmætt ríki. Í og með sigri Hamas í janúarkosningunum 2006 hafa samtökin horfið frá sinni harðlínustefnu og eru tilbúin til samtals við fjendur sína."

Ertu svona heilaþveginn eða ertu bara einfaldlega svona illa lesinn?

Hamas stendur fyrir حركة المقاومة الاسلامية Ḥarakat al-Muqāwamat al-Islāmiyyah sem arabíska og þýðir Íslamska andspyrnuhreyfingin.

Hamas hefur undanfarin ár átt í miklum deilum við hina svokölluðu Fatah hrefingu. Ástæðan fyrir þessum deilum er einföld, Fatah hefur nefnilega lýst sig tilbúið til þess að viðurkenna Ísrael en slíkt geta Hamasliðar ekki sætt sig við. Ofan á þetta þá eru mörg önnur atriðii sem skilja þessar tvær skæruliðahreyfingar en í mikilli einföldun mætti segja að Hamasliðar álíti Fatahliða ekki nógu róttæka.

Fatah hreyfingin hefur í gegnum árin sem stærsta hreyfingin innan PLO borið ábyrgð á alskyns hryðjuverkum ein og t.d. slátruninni í München árið 1972, en þá slátruðu hryðjuverkasamtökin Svarti september ólympíuliði Ísraels. Svarti september var á sínum tíma hluti af skæruliðavæng Fatah. Þetta fær þig kannski til þess að skilja hvað Hamasliðar telja róttækt þegar þeir þeim finnst Fatah ekki vera nægilega róttæk hreyfing.

Það  er að lokum ekkert sem bendir til þess Hamas sé tilbúið til þess að viðurkenna Ísrael, aldrei nokkurn tíman hafa samtökin gefið út yfirlýsingu sem bendir til slíks. Einnig er það alveg út í hött að tala um að Hamas hafi horfið frá Harðlínustefnu sinni á seinustu þremur árum. Hamas vann kosningarnar árið 2006 og lofaði í þeim kosningum gjöreyðingu Ísraels. Inngangurinn á stofnsáttmála Hamas hljómar svo þýddur yfir á íslensku: "Ísrael mun rísa og haldast stöðugt þangað til Íslam eyðir því líkt og það hefur eytt forverum þess".  Svipaðar yfirlýsingar má finna á fleiri stöðum í stofnsáttmálanum, kosningaloforðum og öðrum skrifum eftir Hamasliða.

Svo hafa Hamasliðar einnig tekið upp á því að líta á kenningar NASDAP (þýska Nasistaflokksins) sem innblástur í herferð sinni gegn Ísrael. Hamas neitar því opinberlega að helförin hafi átt sér stað, einnig hafa samtökin lýst því yfir að öll helstu stríð mannkynssögunnar séu á ábyrgð gyðinga, þar á meðal seinni heimsstyrjöldin.

Dr. Abdel Aziz al-Rantissi sem var einn af stofnendum Hamas skrifaði grein árið 2003 í vikublaðinu Al-Risala að helförin væri stærsta lygi mannkynssögunnar, að gasklefarnir væru gróusögur og að NASDAP hefði notið mikils fjárhagslegs stuðnings síónistum og öðrum ríkum gyðingum. Einnig lýsti hann yfir stuðningi við þekkta nýnasista á borð við Roger Garaudy og David Irving.

Khaled Meshaal sem er einn valdamesti maðurinn í Hamas í dag lýsti því yfir árið 2005 að þeir sem afneituðu helförinni sýndu mikið hugrekki, þessi yfirlýsing hans kom í kjölfar röð yfirlýsinga frá forseta Írans þar sem því var haldið fram að helförin væri ekkert nema lygin ein.

Hvað varðar síðan það að Hamasliðar hafi látið af árásum á Ísrael þá er það vægast sagt kjaftæði. Árið 2008 skutu Hamasliðar yfir 3000 eldflaugum og mortarsprengjum á Ísrael, ofan á það bætast tvær árásir frá því seinasta sumar þar sem Hamasliðar notuðust við jarðýtur til þess að keyra yfir óbreytta borgara í Ísrael.

Svo ætla ég að ljúka þessu með því að vitna í 7. grein stofnsáttmála Hamas en þar segir þýtt yfir á íslensku: "Dómsdagur kemur ekki fyrr en múslimar hafa barist við gyðingana (drepið gyðingana), þegar gyðingur felur sig á bakvið steina og tré. Munu steinarnir og trén segja Ó múslimar, ó Abdulla, það er gyðingur fyrir aftan mig, komið og drepið hann. Aðeins Gharqad tréð mun ekki gera slíkt vegna þess að það er eitt af trjám gyðinga."

Þetta er samt eflaust allt bara misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson myndi segja. Er hann ekki annars idolið þitt?

Hafsteinn (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það er auðvitað spurning hver sé heilaþveginn - og hvort sé betra að vera heilaþvegin af fasistunum í Ísrael eða réttmætri andspyrnuhreyfingu eins og Hamas!

Þá er og margoft búið að benda á að  andspyrna Hamas beinist gegn ríkinu Ísrael, ekki borgurum þess. Barátta þeirra er pólitísk, ekki rasistísk.

Mér finnst ekkert skrítið að Palestínumenn almennt vilji ekki viðurkenna lögmæti ríkis sem stofnað er af Vesturveldunum á þeirra kostnað, með því að stela landi þeirra (1948) og stundi svo sífelldar árásir og landrán eftir það.

Ég er alltaf jafn undrandi á þeirri siðblindu sem stuðningsmenn Ísraels eru haldir. Þú ert greinilega ekki undanþeginn því.

Þá er alltaf jafn forvitnilegt að vita hvernig þessir sömu stuðningsmenn benda á viðbjóð nasismans gagnvart gyðingum en styðja svo sömu aðferðir Ísraels gegn Palestínumönnum.

Hræsni ykkar er þannig átakanleg, ekki síst vegna þess að yfirleitt eru þið sem þannig talið, hægri öfgamenn í skoðunum með áberandi rasistískar tilhneigingar - og andstæðingar þess að útlendingar fái að búsetja sig hér á landi! Frjálslyndi flokkurinn lengi lifi!

Þá sagði enginn að Hamas hafi látið af árásum á Ísrael, einungis að þeir hafi látið af sjálfsmorðsárásum.

Og hver er idolið þitt? Er það erkifasistinn Vilhjámur Örn Vilhjálmsson?

Torfi Kristján Stefánsson, 19.1.2009 kl. 15:55

3 identicon

Shit hvad thid erud badir fullir af hugsunarskekkju og alyktunarvillur!!!

 Torfi hefur rett fyrir ser hvad vardar sattarumleitarnir hja Hamas samtokunum a sidastlidnu ari. Og vardandi hvort Hamas se i raun hrydjuverkasamtok edur ei, er erfitt ad svara. Thad eru diplotmatar hja badum Hamas og Fatah fylkingunum en sama ma segja um hardlinumenn. Eldflaugar arasum af hendi Hamas faekkadi eftir vopnahle a sidasta ari, fra yfir 170 eldflaugaarasum a manudi nidur i 13, thar til ad ISRAELSMENN RUFU vopnahleid med drapum a 6 Palestinumonnum sem hrundi af stad eldflauga arasir Hamaslida. Thessi tala um 3000 eldflaugaarasir eru hreinn og beinn uppspuni hja Israelum. Einn af virtustu serfraedingum i malefnum midausturlanda, israelski profesorinn Avi Schlaim hja Oxford haskola, sagdi i vidtali ad Israelska utanrikisraduneytid hafa rett fyrir innras Israela breytt tolfraedi um eldflauga arasir a heimasidu sinni.

Thad breytir tho ekki theim stadreyndum ad thad er skrad i manifesto Hamas um utrymingu Israels sem er ekkert nemar heimska og barnaskapur. Ef hamasmenn vaeru ekki svona helviti heimskir og myndu draga aftur til baka slikar yfirlysingar, tha vaeru their mun betur staddir vid ad fa landmaeri Israels dregin aftur til tveggja rikja skiptingarinnar fra 1967.

En thess ma einnig geta ad thad lidur varla manudur an thess ad Sameinudu thjodirnar reyni ad hrinda i gegn alyktun um ad Israel dragi sig til baka til svaedaskiptingarinnar fra 1967. Thessi alyktun hefur fengid studning yfir 200 thjoda. Aftur a moti hafa Israel og Bandarikin (med neitunarvald sitt) tekist hindra thessa alyktun til ad verda ad veruleika og thar med gert litid ur theim moguleika af fridur naist i mid-austurlondunum. Aeja, svo eru thad lika nokkrar littlar Kyrrahafseyjar (t.d. Micronesia) sem hafa stadid a moti thessari alyktun, enda hafa thaer verid opnir fyrir ymiskonar muturthaegni.

Hafsteinn, eg hreinlega skil ekki thessa aumkvunarverdugu afsokun fyrir roksemdarfaerslu, ad stadhaefa ad Hamas seu rotaekir hrydjuverkamenn af theirri astaedu ad Fata voru thad fyrir meir en 30 arum sidan. Thu eyddir heilum tveim malsgreinum i THESSA roksemdafaerslu, ERTU THROSKAHEFTUR!!! Og hvad eru Hamas ekki bara hrydjuverkamenn heldur Nasistar einnig af thvi ad their afneita helforinni? Er loftslagshlynuninn ekki einnig bara eitt af spellvirkjum Hamas???

Og Torfi, i gudana baenum chill the fuck out med thetta VG-attitude. Thu laetur Hamas lita ut eins og einhverja dyrlinga.

Daniel (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Gerður Pálma

Vid Íslendingar orvaentum vegna máttleysis til thess ad hafa áhrif á okkar stjórnkerfi.  Palestínubúar hafa verid hraktir í burt af sinu heimalandi og hinn vestraeni heimur samthykkir thegjandi og hljódalaust og leyfir Israel aftur og aftur blódugar útrýmingarherferdir gegn upphaflegum íbúm og eigendum landsins sem their byggja.

Setjum okkur adeins í spor Palestínumanna, hvada rádi myndum vid beita?

Hamas hefur ekki vidurkennt tilvist Israel - en Israel vidurkennir ekki tilvist Palestínu, thrátt fyrir ad their búi á theirra landi.  Arafat var settur upp vid vegg af Clinton og Bakir til thess ad vidurkenna Israel sem sjálfstaeds ríkis, án vidurkenningar theirra á Palestínu.

3ja kynslód Palestínumanna býr í flóttamannabúdum í Gaza, staerstu fangabúdum í heimi og vid erum hneykslud yfir ad their reyni ad verja sig og láta í sér heyra. Munum ad andstadan byrjadi med grjótkasti eftir og saman med fridsamlegum mótmaelum í áraradir, grjóti var svarad med skriddrekum. 

Hver erum vid ad daema?

Hamas hreyfingin vard ekki ofgafull vegna thess ad Fatah gekk ekki nógu langt, hún vard til vegna thess ad innanvidir Fatah hreyfingarinnar var gjorspillt (ég get ekki ímyndad mér ad Arafath hafi verid partur af theirri spillingu, thvi hann er enn dýrkadur af ollum sínum landsmonnum)

Ad leyfa sér ad kalla Fatah og Hamas skaerulida er ofar mínum skilningi, ad sjálfsogdu er misjafn saudur í morgu fé, en Hamas er andspyrnuhópur sem berst fyrir sjálfsogdum rétti síns fólks. 

Gydingar og Arabar lifdu saman gódu lífi í alda radir thar til Zionistahreyfingin tók yfir landid og throngvadi íbúa thess í útlegd, thessi stadreynd er uppistada togstreitunnar og breytist ekki. 

Ef ekki verdur fridsamleg lausn á málum Araba og Zionista er stórkostleg haetta á heimsófridi á naestu grosum, thar sem vid munum líka verda partur af.  Hamas hreyfingin er upphaflega trúarleg hreyfing sem á sér 'braedur' í allri Asíu, thjódhofdingjar allra arabaríkjanna munu innan skamms verda ad velja a milli thess ad standa med arobum, islamistum,  eda hinum vestraena heimi, val theirra verdur erfitt thvi thessar stjornir eru flestar ef ekki allar stórspilltar og hafa stolid verdmaetum thjóda sinna og fjárfest erlendis, nákvaemlega eins og kóngarnir okkar, en their thora somuleidis ekki ad kjosa gegn almenningi af hraedslu vid adgerdir thegar almenningur orvaentir.  Thegar orvaentingin tekur alfarid vid, verdur ekki vid neitt rádid.

Palestínubúar eru á stigi orvaentingar og skal engan furda, thad er á okkar allra ábyrgd ad sjá til thess ad réttlaeti og sidgaedi verdi rádandi ofl í ad saetta og finna lausn á Palestínu-Israel vandanum.

Gerður Pálma, 31.1.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband