19.1.2009 | 23:34
Sýnir sitt rétta andlit
Ekki veit hvað til er í því að þessari frétt hafi verið breytt og allar færslur sem komnar voru vegna hennar verið þurrkaðar út, enda var ég að koma hér inn. Vona bara að þessi fái að standa um stund.
Hins vegar er sjálfstæðismönnum rétt lýst í þessari frétt. Sýslumaðurinn hægri- (og Stones-) sinnaði gengur enn sem fyrr hart fram í embætti sínu og gefur nú út handtökuskipun á 370 manns í einu! Það hlýtur að vera Íslandsmet!
(Merkilegt annars hversu dómsmálaráðherrar eru duglegir að úthluta hægri mönnum sýslumannsembættið á Selfossi. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt í augum íhaldsins.)
Hér er greinilega verið að framfylgja stefnu flokksins og dómsmálaráðherra. Engum hvítflibbaglæpamanninum stungið inn þrátt fyrir mörg þúsund milljarða þjófnaði, heldur aðeins smáfólkinu sem hefur tapað öllum vegna stjórþjófanna.
Nú skilur maður af hverju efnahagsbrotdeild lögreglunnar hefur verið í svelti frá upphafi en framlag til lögreglunnar, einkum sérsveitarinnar, hefur þrefaldast á nokkrum árum.
Ætli við förum ekki einnig að heyra af 370 handtökuskipunum á mótmælendum þessarar valdníðslu sem sjálftökuliðið stendur fyrir, og að fólk verði sótt með valdi á vinnustaði sína og heimili (eins og þegar er farið að bóla á)?
Já, hægri-fasisminn sýnir ávallt sitt sanna andlit á krepputímum! Hvað næst? Íslenskur Hitler?
Hátt í 400 handtökuskipanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 459085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
olía á eldinn. mikil olía á mikinn eld sem kraumar undir niðri
jonas (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:38
Hvaða hvítflibbaglæpamaður stal hvaða peningum? Nöfn? Upphæðir?
Getirðu lagt þetta fram, er ég viss um að Stónsarinn haskar sér á vettvang með det samme!
Flosi Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 23:51
Að sjálfsögðu gerir hann það, ef sannanirnar eru minnst 2.300 milljarða öruggar!!!
Og hver ætli það hafi verið sem stal þessu öllu saman? Varla Ólafur Ólafsson því hann gæðir jú aldrei á neinu en sér svona til öryggis samt eftir öllu.
Ekki Sigurður Einarsson sem aldrei gerir neitt ólögleg. Ekki Bjöggarnir, ekki Jón Ásgeir o.s.frv., o.s.frv.
Annars fór ég inn á umræðuhorn skákmannanna, vina minna, og sá þar þessar færslur: http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=9006
Kíkið endilega þar inn og takið sérstaklega eftir innleggjum Snorra nokkurs Bergzonar, sérstaklega því síðasta, en hann mun hér á árum áður hafa verið í heilaþvottarbúðum í Ísrael.
Þeir eru orðnir svo sjaldséðir vinir Ísraels þessa daganna að það verður að reyna að friða þá sem eftir eru.
Torfi Kristján Stefánsson, 20.1.2009 kl. 00:05
Úff hvað þetta er rosalegur fasisti að fylgja landslögum, hvernig dirfist hann að fara eftir lögum þegar hann gæti auðveldlega tekið geðþóttaákvarðanir og ráðist að fólki bara vegna þess að almenningur krefst þess.
Ertu vangefinn eða bara svona ótrúlega barnalegur?
Það er ekki nóg að ásaka menn um hvítflibbaglæpi, það þarf að sanna það og fá þá sakfellda til þess að hægt sé að veita þeim refsingu. Hinsvegar ef við byggjum í fasísku þjóðfélagi þá væri löngu búið að refsa þessum "hvítflibbaglæpamönnum" eins og þú kallar þá enda hafa fasistar í gegnum tíðina ekki verið mikið fyrir sanngjörn réttarhöld eða önnur slík mannréttindi.
Það er ekkert víst að glæpir hafi verið framdir í efnahagskerfinu þó svo að hrunið hafi verið svona rosalegt. Margt var kannski á gráu svæði og að öllum líkindum voru alskyns holur í lögunum nýttar en slíkt er í sjálfu sér ekki ólöglegt. Þó svo að almenningur óski þess að eitthvað sé ólöglegt þá þýðir það ekki að það sé ólöglegt, ekki er síðan hægt að breyta lögunum afturvirkt í von um að geta refsað fólki enda myndi slíkt boða hrun réttarríkisins og upphaf fasísks stjórnkerfis.
Það sem hægt er að gera núna er að rannsaka efnahagshrunið, athuga hvort eitthvað ólöglegt átti sér stað og ákæra aðila sem grunaðir eru um slíkt. Ef það kemur hinsvegar í ljós að þetta hafi einfaldlega verið lélegir viðskiptahættir en ekki refsiverðir viðskiptahættir þá er ekkert annað í stöðunni heldur en að sætta sig við þá niðurstöðu og reyna mögulega að breyta lögum upp á framtíðina.
Hvað varðar þessa aðila sem verið er að handtaka á Suðurlandi þá bendi ég á það að handtökuskipan er síðasta úrræði sem menn beita í fjárnámi ekki hið fyrsta, þessir aðilar eru búnir að vita í hvað stefndi lengi vel.
En miðað við skrif þín bæði um þessa frétt og um fréttir varðandi átökin á Gaza-svæðinu þá held ég að þú ættir að kynna þér betur hvað fasismi, sérstaklega vegna þess að þínar stjórnmálaskoðanir gætu nefnilega vel fallið undir þá stefnu.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:38
Þeir eru sko svo sannarlega farnir að sópa mótmælendum upp á stöð í stórum stíl, taka fingraför, myndir ofl.í stórglæpamanna stíl, án nokkurra útskýringa! Þeim sem ekki þegja og halda kjafti skal refsað í þessu svokallaða lýðræðisríki okkar. Alvöru stórglæpamennirnir, sem steyptu þjóðinni á bólakaf í skulda og gjaldþrotsfen, skulu fá að fría sig allri ábyrgð og horfa á almenning taka skellinn...því þetta er jú bara skríll! Óþægilegur skríll sem getur ekki mótmælt í hljóði og verið til friðs, svo hægri fasisminn fái áfram starfað í friði.
Heiða (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:39
voðalega jarmarðu Hafsteinn. Líður þér voðalega illa?
steini (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 01:23
Var að blogga um þessa fáránlegu aðför að sárasaklausu fólki hérna Þvagleggur Stónes er örugglega vinsælasti maðurinn í Árnessýslu þótt víða væri leitað. Þetta er svívirða og til háborinnar skammar hjá yfirvöldum !
Nýi Jón Jónsson ehf, 20.1.2009 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.