Helsta fréttin í dag!

Þessa frétt er hvergi að sjá annars staðar en í Mogganum. Ætli Karl Blöndal viti af þessu?

Helstu fréttirnar frá Gaza núna eru þær að Ísraelsmenn með hjálp Egypta hafa takmarkað mjög fréttaflutning frá Gaza. Fyrsta daginn var öllum hleypt inn en eftir að fréttirnar fóru að berast um hina hrikalegu eyðileggingu á svæðinu þvingaði Ísraelsstjórn Egypta til að takmarka aðgang fréttamanna í gegnum landamærin milli Gaza og Egyptalands. Nú fá aðeins sex fréttamenn, já les 6, að fara yfir þau á sólarhring!!

Þetta er auðvitað brot á alþjóðalögum um ferðafrelsi fréttamanna á átakasvæðum, en Ísraelsmenn og Egypta kæra sig kollótta - og komast upp með það . Ætli Obama viti af þessu?

Þó berast áfram fréttir frá Gaza af framferði Ísraelshers. Frá blaðamanni Los Angeles Times kemur frétt um að lítið þorp á suður-Gaza sé algjörlega í rúst, eins og eftir mjög öflugan jarðsjálfta. Það var þó ekki nóg að eyðileggja öll hús í bænum heldur drápu ísraelsku hermennirnir allt kvikt, ekki aðeins kjúklinga og kalkúna heldur jafnvel einnig kettina!!
Leikskóli svæðisins, sem var rekin af erlendri hjálparstofnun, var lagður í rúst.

Í öðru þorpi drápu hermennirnir konu eina, sem leiddi hóp kvenna og barna sem hafði verið skipað að koma sér af svæðinu (til að jafna hús þeirra við jörðu).

Löggæsla er að taka á sig mynd aftur og lögreglumenn farnir að sjást í búningum sínum, m.a.  til að stjórna umferð sem er að hefjast aftur, koma í veg fyrir gripdeildir og að sjá til þess að verð á nauðsynjavöru verði ekki á okurprís.

Þó er höggvið í skarð þeirra því Ísraelar beindu árásum sínum einkum að lögreglustöðvum og eyðilögðu hundruð þeirra. Þá voru tveir lögreglustjórar í Gaza drepnir. Ætli Stefán Eiríksson viti af þessu?


mbl.is Hamas hótar Shalit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Meh, ef við þurfum endilega að hlusta á áróðursfréttir þá finnst mér a.m.k. skárra að heyra þær báðum megin frá.

Páll Jónsson, 21.1.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 455583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband