21.1.2009 | 14:24
Ísraelsher að rannsaka eigin stríðsglæpi!!!
Það er ljóst að Ísrael hleypir engum alþjóðastofnunum inn í Gaza til að rannsaka stríðsglæpi þeirra. Enn sem komið er virðast þeir komast upp með það.
Menn eru þó farnir að benda á að breytingar geti verið í nánd - til og með nýjum forseta í USA.
Þeir hafa rýnt í ræðu Obama í gær og benda á orð hans þar um að valdið eitt verndi engan, eða gefi neinum rétt til að beita því að eigin geðþótta. Að vísu átti hann við Bandaríkin sjálf en hluti af valdbeitingu þeirrar þjóðar kemur þó glöggt fram hjá Ísraelum.
Aðrir benda þó á að 10. febrúar verða kosningar í Ísrael og að Bandaríkjamenn séu ólíklegir til að gera eitthvað sem gæti túlkast sem afskipti af þeim. Því geri Kanarnir ekkert fyrr en eftir þann tíma.
Talað hefur verið um að George Mitchell verði sérstakur sendiboði nýju stjórnarinnar í Miðausturlöndum. Hann mun áður hafa komið að málefnum Palestínu og Ísraels og lagt fyrir fulltrúadeild þingsins tillögur um að draga úr viðsjám, en þær hafi ekki farið lengra en á umræðustigið.
Þannig eru menn ekkert sérstaklega bjartsýnir um breytingar, a.m.k. ekki í fyrstunni.
Fosfórárásir rannsakaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að menn ættu að fara varlega í vonum sínum um breytingar Obama á pólitík USA gagnvart Ísrael. Persónulega býst ég ekki við neinu, nema kannski nýjum klæðum keisarans.
Jonni, 21.1.2009 kl. 14:58
Ég er sannfaerd um ad ef umheimurinn sýnir vilja sinn í ad réttlaeti komist á í Palestínu thá mun Obama fá thann studning sem til tharf til thess ad hann geti beytt sér í málefnum Palestínu og Israel, og med studningi Bandaríkjanna verdur málid leyst thvi thar liggur staersta vandamálid, hagsmunir hins vestraena heims, og til thess ad vernda thessa 'hagsmuni' er heimsfridi ógnad.
Gerður Pálma, 31.1.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.