Ný ríkisstjórn eða fasismi?

Þetta eru auðvitað tímamót. Táragas á Íslandi! Menn þurfa að fara aftur til 1949 eða 60 ár til að upplifa sama atburð hér á landi, eða þegar hægri stjórnin þá braut niður mótmæli gegn inngöngu landsins í NATO.

Þá var Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og stjórnaði atburðarásinni. Nú er það sonur hans, Björn Bjarnason, sem er dómsmálaráðherra og stjórnar sömu atburðarás.

Í kvöld var mjög fjölmennur fundur hjá félagi Samfylkingarmanna í Reykjavík, langstærsta félagi þess fólks. Þar var krafist tafarlausra stjórnarslita og að efnt yrði til kosninga sem allra fyrst.

Í lok fundarins var viðtal í sjónvarpinu við varaformann flokksins þar sem hann sagði að flokksforystan, þar með ráðherrar flokksins, myndu taka þessa ályktun til skoðunar!

Sem sé. Afdráttarlaus yfirlýsing stærsta félags annars ríkisstjórnarflokksins um stjórnarslit strax verður tekið til skoðunar!! Hún er ekki bindandi á neinn hátt í augum forystu flokksins!!

Mér sýnist einnig á viðbrögðum lögreglunnar í nótt á Austurvelli, þ.e. með táragasinu, að ætlun ríkisvaldsins sé að hunsa þessa kröfu. Ælar hinn almenni kjósandi Samfylkingarinnar að láta slíkt yfir sig ganga?

Ég vil benda á að hægt er að kalla saman flokkstjórnina, það þarf aðeins 40 fulltrúa til að kefjast þess, og samþykkja þar bindandi ályktun um stjórnarslit.

Þá geta hvorki sitjandi ráðherrar né þingmenn flokksins andmælt því flokksstjórnin er æðsta vald flokksins á milli kosninga:

http://www.samfylking.is/Forsida/Umflokkinn/Flokksstjorn/ 

Vík burt ríkisstjórn!


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn að missa vitið? Haldið þið virkilega að það sé pólitísk ákvörðun að skjóta táragasi?

Baldur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:14

2 identicon

þetta mun því miður kalla á mun meirra ofbeldi. og löggan getur sjálfum um sér kennt.

palli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:16

3 identicon

Það er pólitísk ákvörðun að gefa leifi til að nota táragas! Eða? annað væri rugl.

Högni Arnarson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:17

4 identicon

Ég held að menn séu orðnir frekar trekktir og haldi að friður haldist með þeirri aðferð að sýna vald og vopn. Einhver sagði: "Peace through superior firepower".

Stóri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rétt löggan er að kalla fram á meira ofbeldi

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 01:22

6 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Auðvitað er það pólitísk ákvörðun! Hún var það 1949 og hún er það núna.

Reyndar var ákvörðunin ekki tekin í dag eftir fund Geirs Haarde með lögreglunni, heldur í gær (eða í fyrradag) því strax í gær sást til lögreglumanna hlaupandi með gasgrímur í poka.

Ef þetta er ekki kornið sem fyllir mælinn þá er Samfylkingunni gjörsamlega alls varnar. Þá er hún stödd á sama stað og Alþýðuflokkurinn 1949 sem var þá í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og lét þá atburði þegjandi yfir sig ganga.

Ég trúi því hins vegar ekki nema að því fullreyndu að gamlir andófsmenn eins og Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún falli í sama pytt og smáborgaralegir forystumenn Alþýðuflokksins gerðu þá. 

Torfi Kristján Stefánsson, 22.1.2009 kl. 01:22

7 Smámynd: Gunnar

Baldur: Það er pottþétt pólítísk ákvörðun því það var _ekkert_ að gerast þarna sem réttlætti þetta, EKKERT! Ég var þarna og fólk var að syngja og tromma og allir frekar glaðir. Einn og einn að pirrast í löggunni en ekkert sem gaf tilefni til þessa. Ef menn vilja losna við þessa sem eru með vandræði þá er miklu eðlilegra að mazea viðkomandi heldur en sprengja 15-20 táragassprengjur í 4-5 hollum.

Greinilega ætlað til að rýma Austurvöllinn og stöðva mótmælin. Sem voru, þrátt fyrir allt að langmestu leyti friðsamleg. 

Gunnar, 22.1.2009 kl. 01:22

8 identicon

Bara gott að óeirðarseggirnir fái loksins að finna til tevatnsins, kominn tími til, hrósa lögreglunni fyrir að gera eitthvað í málunum, loksins, það er krafa fólksins í landinu.

Tesco (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:24

9 identicon

Ég held að varðliðarnir fái yfir sig æstan múg næstu daga. Auðvitað vorkenni þeim sem eru að vinna sína vinnu, en þeir sem beita ofbeldi verða að geta þolað það líka. Það er ekki alveg að virka að bjóða hinn vangann þegar óeirðagasi er beitt. Grípum það sem er hendi næst og látum vaða!!!

Stóri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:32

10 identicon

Það sér semsagt enginn kaldhæðnina í því að þessir hryðjuverkamenn eru að hvetja til einhvers "VG vs. Lögreglan" stríðs, svo lenda þeir í slysi, vandræðum eða álíka og þiggja þá hjálp sömu manna og þeir eru búnir að grýta í marga daga núna?

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:41

11 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Krafa fólksins í landinu!!! Þvílíkur brandari! Ljóst er af öllu að það er krafa fólksins í landinu að þessi ríkisstjórn fari frá og það strax.

Þá er beiting táragass gegn mótmælendum algjörlega forkastanleg og greinileg aðför að rétti fólks til að mótmæla.

Ef lögreglan fannst of nærri sér gengið, eða var óánægt með elda á Austurvelli, þá notar hún aðrar aðferðir en táragas til að koma í veg fyrir slíkt. Táragas bitnar á öllum, jafn friðsömum sem ófriðsömum mótmælendum. 

Ég var á vettvangi í kvöld, sem og fyrr í dag og í gær, og sá að mótmælin fóru að langmestu leyti friðsamlega fram. Þarna voru hins vegar nokkrir strákar (og fáeinir geðsjúklingar) sem voru að snapa fæting.

Ein lítil piparúðagusa í áttina til þeirra hefði átt að nægja en að beita táragasi gegn öllum mannfjöldanum og láta þannig jafnt yfir alla ganga er einfaldlega hneyksli - og lögleysa. 

Vonandi verður lögreglan dregin fyrir dóm og sakfelld fyrir þessa valdníðslu.

Torfi Kristján Stefánsson, 22.1.2009 kl. 01:41

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ohhh... það var nú síðasti séns fyrir þá að prófa táragasbyssurnar, ef fram heldur sem horfir verður bráðum boðað til kosninga og þá munu mótmælin hjaðna.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2009 kl. 01:42

13 identicon

Sko, ég heyrði frá áreiðanlegum heimildum að "gasið" hafi verið búið. Það er því líklega of dýrt miðað við gengi krónunnar í dag, að panta meira inn. Er ekki einhver til í að senda þeim link á heimatilbúið "gas"?

Stóri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:49

14 identicon

Mikið ofboðslega eigum við vanhæfa stjórnendur í landinu, menn sem valda ekki starfi sínu hvort sem það heitir lögreglustjóri, sýslumaður, ráðherra eða hvað annað.  Þetta er hyski á hyski ofan.  Ég vorkenni lögregluþjónum að þurfa skyldugir nauðugir að berjast við almenning sem er búið að fá nóg og hjá því ríkir örvænting og úrræðaleysi vegna alvarlegrar vangetu ríkisstjórnarinnar sem á skilyrðislaust að fara frá og boða tli kosninga.

Það hefði allt verið hægt annað en að beita eiturefnavopnum eins og táragasinu, þetta er óskynsamlegt og algerlega óviðunandi.   Td. væri hægt að beita vatni á mótmælendur, bara sprautaþví á þá og leysa þannig upp múgæsinginn.  Neibb, það sem gert er er alltaf það al vitlausasta sem hægt er, lögreglan stendur ráðþrota og stjórnlaus gagnvart mótmælendum.

Hvað verður næst?, á kanski að skjóta gúmmíkúlum á fólkið?

bermudaskal (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:53

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Björn Bjarnason er sami skítabuxinn og lyddan faðir hans var, enda báðir Bilderberg skósveinar og landráðamenn.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 459186

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband