22.1.2009 | 13:12
Hvernig væri að birta slóðina?
Þegar svona er fullyrt þá verður blaðamaður að birta slóðina til að fólk geti séð hvort þessi ásökun yfirlögregluþjónsins eigi við rök að styðjast.
Þá væri og gott að vita betur hvaða lögregluþjóna sé átt við (hverjir það séu sem "sinnt hafa aðgerðarstjórnun" undanfarið).
Þá á ég ekki við nöfn, heldur hvort viðkomandi hafi gert sig seka um harðræði gagnvart mótmælendum, svo sem að sprauta piparúða í augu ljósmyndara, berja saklausan áhorfenda (mann á sjötugsaldri!) með kylfum svo hann handleggsbrotni og sparka í hann liggjandi (vitni tala um að fjórir lögreglumenn hafi gert þetta).
Það eru auðvitað fjöldamörg dæmi um ofbeldisverk lögreglu (sem Kastljós og Helgi Seljan hafa verið dugleg að uppvísa) sem kallar á miklu meiri umfjöllun en gert hefur verið hingað til.
Ég veit að í Osló hafði lögreglan sjálf frumkvæði að því að kalla mótmælendur til fundar við sig eftir miklar óeirðir sem urðu eftir mótmælafund vegna framferðis Ísraela á Gazaströndinni.
Þar var mikið af ungmennum handtekin, en þau sökuðu lögregluna um mikið harðræði. Lögreglan kallaði þá, sem sé, saman fund og fékk foreldra ungmennanna til að mæta. Þar var rætt saman í bróðerni og reynt að koma böndum á hlutina þannig að þetta kæmi ekki fyrir aftur.
Þetta gerir lögreglan hér alls ekki. Hún býður ekki upp á samtal, heldur stefnir til áróðursstríðs við mótmælendur, kennir þeim um allt ofbeldið og vísar allri gagnrýni á bug.
Reyndar er Geirjón ágæt undantekning á þessu en hér gengur hann of langt.
Mér finnst eðlilegt að ofbeldisfullum lögreglumönnum sé gert grein fyrir því að þeir geti ekki hagað sér eins og þeim sýnist.
Ég er næstum viss um að "lögreglumennirnir" sem hér eiga í hlut, sé aðeins einn, þ.e. sá sem hótaði ljósmyndaranum og fjölskyldu hans öllu illu ef hann birti ljósmynd af framkomu sinni.
Ég hef séð til þessa sama lögregluþjóns. Hann hrindir mótmælendum af minnsta tilefni og hagar sérí alla staði eins og versti ribbaldi.
Mér finnst nær að lögreglan fjarlægi þennan mann, og fleiri hans líka, frá varðstöðu vegna mótmælanna (reki þá helst því þeir eiga ekkert heima í lögreglunni), frekar en að bera óbeint blak af þeim - og reyna að skapa samúð með þeim.
Annars er hætt á að lögreglan verði fyrir enn meiri skakkaföllum en hingað til og að mótmælin fari algjörlega úr böndunum.
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eins og talað úr mínum munni, frábær grein!!
Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:19
hún á við rök að styðjast.. slóðin er hér: http://www.ringulreid.org/
þetta er ekki sá lögreglumaður, ráðist á lögregluna í mótmælum ef þið viljið, en gjörið svo vel að láta þessa menn í friði í einkalífum sínum
æi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:20
Nafnbirtingin kom hér
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:20
loksins kom eitthvað af viti, auðvitað eiga menn að éta sín eigin meðul, og þrátt fyrir að Geir Jón sé hinn allra besti maður og vilji öllum það besta, þá verður hann sem háseti á þjóðarskútunni að virða rétt annarra áhafnarmeðlima að setja skipstjórnendur útúr brúnni ef þeir eru hættulegir öryggi skipsins og áhöfn þess, og það er hans mál að halda aftur af sínum undirsátum og kenna þeim mannasiði og virðingu, Geir Jón má ekki falla fyrir þeim þrýstingi sem hann er beittur af fasistunum í þingheimi.
Byltingar kveðjur, Palli Hvíti
Sjóveikur, 22.1.2009 kl. 13:42
Ég er búinn að sjá hana - og fer ekki þangað inn aftur. Þetta er jú bara skríllinn sem lét lögguna ekki í friði í gærkvöldi og í nótt.
Það breytir því ekki að lögreglan verður að taka ábyrgð á sínu fólki og sjá til þess að það fari ekki fram með því offorsi sem flestir mótmælendur hafa orðið vitni að - og mjög margir lent sjálfir í.
Ég hvet enn og aftur til samtals milli lögreglunnar og mótmælenda og að þessir aðilar taki höndum saman til að hindra ofbeldisverkin.
Meðan lögreglustjórinn vísar allri gagnrýni á bug, og því litla sem hann telur vera álitamál, vísar hann til ríkissaksóknara, þá er lítil von til þess að mótmælin fari friðsamlega fram.
Það er jú lögreglan sem yfirleitt á frumkvæðið að átökunum. Síðan fellur hún til baka og lætur alls konar svívirðu smákrakkaskrílsins ríða yfir sig - aðeins til að rísa froðufellandi upp aftur og refsa öllum fyrir skrílslæti smáfólksins.
Þvílík taktík!!!
Torfi Kristján Stefánsson, 22.1.2009 kl. 13:43
Já, ég stóðst ekki freistinguna að kíkja á þetta, þetta mætti nú alveg fella undir "loka strax" síðu, það virðist ekki vera allt heima í kollinum á þessum greyjum, en að birta nafn og myndir af lögreglumönnum sem misbjóða þeirri virðingu sem lögreglustarfið krefur af þeim sem starfa sem lögreglumenn/konur og náttúrulega þeim sem lögreglan er í starfi fyrir, þjóðinni sem byggir landið, lögreglan er ekki hugsuð sem herlið valdsnýðinga, svo það er klárt að byrta skal myndir og nöfn þeirra sem starfa innan lögreglunnar og ekki virða fólk eða fé, þetta er ekki SS sveit, það mætti nú alveg hreinsa til í þessum starfsmanna hóp, það mætti til að byrja með segja öllum tafarlaust upp sem eru berandi vopn og hafa sótt til starfa þar sem vopn eru borin, ef það væri gert, þá erum við laus við fíflin, þá leysir sig það mesta af sjálfu sér í löggumálum og alþýðu.
það má líka skoða þann möguleika hvort það geti mögulega verið að þeir "seggir" sem vaða helst til illa um og kasta grjóti, hvort þeir séu ekki þangað sendir af "Rambó liðinu" til að kveikja neistann sem síðan mögulega getur orðið til hryllings og hræðilegheita sem ekki verða tekin aftur, en ég tek gjarnan þátt í því að troða gasbrúsunum upp í trýnið á þeim sem draga þá upp.
Byltingin sem átti að koma 1944 á að koma núna og þjóðnýting eigna þeirra glæpahunda og ætta þeirra sem hafa viðgengist síðan á nýlendutíma Dana og Noregs er takmark sem verður að gerast að veruleika, NÚNA
Byltingar kveðja, Palli Hvíti
Sjóveikur, 22.1.2009 kl. 14:21
Þetta er nú meiri rugl bloggfærslan!
Þú ert að verja árásir á lögreglumenn á heimilum sínum - er eitthvað að í hausnum á þér. Það hafa komið viðtöl í fjölmiðlum við þá sem sinna aðgerðarstjórn á svæðinu - þú getur svo grafist fyrir um það sjálfur hvort þeir hafi beitt "harðræði". Þú væntanlega tekur orð einhverra unglings vesalinga trúanleg um það........
Gísli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:18
Bah, 22.1.2009 kl. 16:19
Torfi: Lögreglumaðurinn sem á að hafa hótað ljósmyndaranum er ekki sá sami og þessi sem kom fram í viðtalinu, bara að halda því til haga.
Arngrímur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.