Hvað með skólana?

Ég tek undir þetta með lögreglunni. Það sem ég hef séð af mótmælunum hingað til, sérstaklega í gær, er að krakkar á grunnskólaaldri og í yngri bekkjum framhaldsskólanna, eru í síauknum mæli að skemmta sér við það að atast í löggunni.

Þetta lið er á góðri leið með að eyðileggja mótmælin og styrkja þannig sitjandi óstjórn í sessi.

Mér finnst hins vegar ekki nóg að höfða til foreldranna einna. Það verður einnig að beina tilmælum til skólanna um að bregðast við þessu. Kennarar þurfa að ræða við nemendur sína og skólastjórnendur að kalla þá á sal til að ræða málið. Þá fyndist mér eðlilegt að kennarar kæmu niður í bæ að kennslu lokinni, fylgdust með liðinu sínu og reyni að tala það til ef einhver nemandi þeirra er með ólæti.

Þá er mikilvægt fyrir fjölmiðla að leggja ekki alla mótmælendur að jöfnu með ónákvæmum og villandi fréttaflutningi. Hvað á það til dæmis að þýða að fullyrða að eldur hafi verið kveiktur á tröppum Þjóðleikshússins í gærkvöldi? Það var hrein og bein lygi, sem samt var margendurtekin í fréttum. 

Ég held að það þurfi almennan borgarafund til að ræða þessi mál og til að koma böndum á ástandið.

Það er allavega ljóst að stjórnin ætlar að sitja áfram í óþökk almennings, svo mótmælin munu halda áfram um hríð.


mbl.is Börn að atast í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kennarar að fara og fylgjast með nemendum eftir skóla niðri í bæ??? Mér finnst þetta fáranleg hugmynd, væri ekki nær að foreldrarnir færu niður í bæ að fylgjast með börnunum frekar? Hinsvegar væri ekkert að því að talað væri við krakkana í skólunum um þetta mál en annað ekki.

Kennari (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:46

2 identicon

Sammála fyrri ræðumanni.. kennarar eru komnir í allt of mikið uppalastarf.. Hvað með foreldrana! Er það ekki þeirra hlutverk að sjá um börnin sín eftir að skóla líkur?!

Þóra (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:53

3 identicon

Best er bara að setja barnavernd í þetta og koma þessum börnum í fóstur hjá foreldrum sem hæfir eru til þess að ala þau upp.

Guðjón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:59

4 identicon

ég á ekki orð!  Kennarar að fara niður í bæ til að fylgjast með liðinu SÍNU!

Þetta er það fáránlegasta sem ég hef heyrt lengi og ansi langt gengið í að afsaka foreldra frá því uppeldisstarfi sem þeir eiga svo sannarlega að sinna.

Grétar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:00

5 identicon

Eruð þið ekki að grínast!!! Eiga þessi blessuð börn ekki foreldra. Held að kennarar séu búnir að fá nóg af þessum krökkum eftir daginn þó svo að þeir fari ekki að elta þá niður í bæ í einhver skrílslæti... munum það að kennarar eru ekki ábyrgir fyrir börnum né unglingum þessa lands!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:09

6 identicon

Þetta er nú bara fáráðnlegt.  Kennarar á Íslandi voru lengi næstlægst launuðu kennarar í Evrópu, aðeins Tékkía borgaði sínum kennurum ver.  Núna borgar EKKERT LAND í evrópu kennurum lægri laun en Ísland.

Jon Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:12

7 identicon

Þér getur ekki verið alvara!!! Reyndar mætti kannski útfæra þessa hugmynd hjá þér lengra og að bifvélavirkjar elti kúnna sína af bílaverkstæðunum til að fullvissa sig um að viðgerðin haldi, og að hárgreiðslufólk fylgi sínum kúnnum eftir til að vera vissir um að hárgreiðsla þeirra aflagist ekki. Kennararnir eiga væntanlega að taka sín börn með í mótmælin þar sem þeir þeytast um til að fylgjast með nemendum sínum. Drífa sig svo í að undirbúa kennslu næsta dags þegar aðrir fara að sofa. Það góða við þessa hræðilegu tíma núna er að mörg vitleysan í hugsun okkar í samfélaginu flýtur uppá yfirborðið til að við getum afgreitt hana í björtu og kastað henni á haugana.

Ragnheiður Jóna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:15

8 identicon

Hef heyrt að framhaldsskólanemar hafi fengið frí til að fara að mótmæla?.  Vona að það sé ekki satt.

En er þetta ekki bara týpískt um agaleysið í þjóðfélaginu.  Kominn er sannarlega tími á að kennarar fari að kenna en ekki þvælast í uppeldi.  Það er verk foreldra.

itg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:20

9 identicon

Að sjálfsögðu er rætt við börnin í skólunum.  Í nánast hverjum einasta bekk hefur farið töluverður tími í það í mínum skóla (í dag og í gær sérstaklega) að ræða um og útskýra það sem er að gerast fyrir börnunum.  Kennarar eru velflestir duglegir að grípa svona mál og ýta kennslubókunum út af borðinu þegar tækifæri gefst til að ræða það sem er uppi á teningnum hverju sinni.  Það eru ansi fáir kennararnir á mínum vinnustað sem ekki hafa nýtt landafærðitíma hér og stærðfræðitíma þar til að ræða um kreppu, mótmæli, aðgerðir lögreglu, ofbeldi, aga og framkomu og allt þar á milli síðustu daga og vikur. 

Ég verð hins vegar að vera algerlega sammála kommenturum hér að ofan varðandi þá hugmynd að kennarar fari á Austurvöll að fylgjast með nemendum.  Einhversstaðar verður skólanum að sleppa og heimiln að taka við.  Nóg er nú uppeldisvæðingin í skólakerfinu samt.  Þetta er einfaldlega arfavitlausasta hugmynd sem komið hefur fram á moggablogginu, og er þó af nógu að taka!

Jóhannes Skúlason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:34

10 identicon

Þarna skaustu þig illilega í fótinn að ætlast til þess að kennarar þessa lands fari í bæjinn og "reyni" að tala til þessi börn sem eru þar. Þú talar ekkert um ábyrgð foreldra á börnum sínum? foreldrar eru s.s. algerlega ábyrgðarlausir í þínum augum af skrifum þínum af dæma. Kennarar eru búnir að fá nóg eftir daginn að hafa ofvirk, athyglisbrests, brjáluð börn yfir sér allan daginn og þú ætlast til að þau fari í enn meira brjálæðið og það niður í bæ í þessi mótmæli. hahahahhaha,,,, á ekki til aukatekið orð!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:43

11 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég biðst afsökunar á þessari hugmynd. Það er auðvitað ekki á álagið á blessaða kennarana bætandi!

Þeim er þó full oft hætt við að kenna heimilunum um agaleysi í skólum. Mér sýnist skólinn hafa brugðist á margan hátt. Agaleysið hlýtur einnig að vera kennurunum að kenna. En það er auðvitað alls ekki við kennarana eina að sakast, heldur allt eins skólayfirvöld, menntastefnuna sem slíka - og svo auðvitað einnig stemninguna í þjóðfélaginu.

A.m.k. hlýtur siðleysið í samfélaginu, þ.e. það siðleysi sem birtist í viðskiptalífinu og olli bankahruninu, að vera skólunum og menntakerfinu að kenna að einhverju leyti.

Siðfræði er t.d. fag sem lítið sem ekkert er kennt í skólum landsins. Og lífsleiknin, sem átti að nota í þannig fræðslu að einhverju leyti, er yfirleitt notuð í eitthvað allt annað.

Hér í gamla daga var kennarinn fyrirmynd og borin virðing fyrir honum (svona yfirleitt). Nú veigrar kennarinn sér hins vegar við uppeldishlutverkinu og vísar ábyrgðinni nær alfarið yfir á heimilin (eins og dæmin hér að ofan sanna) þó svo að lífskjarakapphlaupið hafi leitt til þess að börnin sjá varla foreldra sína. 

Ég fagna þó því sem er að gerast í skólanum hjá Jóhannesi Skúlasyni, þó mér leiðist þessi tónn í honum og fleirum, að kennari eigi ekki að gera neitt nema hann fái sérstaklega borgað fyrir það!

En kannski er það ein lausnanna! Borga kennurum yfirvinnukaup þessa dagana til að fara með nemendurna niður í bæ - og kenna þeim að mótmæla á friðsamlegan hátt.

Hætt er hins vegar við að stjórnvöld séu ekki tilbúin til að bera þann kostnað! 

Torfi Kristján Stefánsson, 22.1.2009 kl. 20:37

12 identicon

Ég verð bara að segja að þessi athugasemd þín með kennarana er það sem ég held að væri best að kalla virðingarleysi fyrir kennurum. Kennarar kenna en foreldranna verk er að ala upp börnin.

Og í athugasemd þinni um að kennarar hafi agað nemendur sína svo þeir báru virðingu fyrir kennaranum þá get ég alveg verið sammála, en í dag eru foreldrar svo uppteknir af sjálfum sér og að þeir nenna ekki að ala börnin sín upp og ætlast til þess að það sé gert af skólanum, foreldrarnir virða kennara sjálfir ekki betur en það að ef að barn kemur heim úr skóla og segist hafa fengið skammir frá kennara eru kennarinn kærður og er gersamlega óhæfur til að kenna að foreldranna mati.

Og þá halda foreldrarnir því framm að kennarinn hafi farið út fyrir svið sitt sem kennari og inn á foreldranna svið sem uppalenda.

Með Kveðju Helena

Helena (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband