23.1.2009 | 13:06
Hálfur sigur!
Þessi tíðindi eru skárri en ekkert og er hálfur sigur. Við losnum við þessa vanhæfu ríkisstjórn í síðasta lagi nú í maí.
Hins vegar eru það mikil vonbrigði að stjórnin fari ekki frá þegar í stað. Því verður að halda mótmælunum áfram, rétt eins og hr. Rok(k)land sagði, og hætta ekki fyrr en stjórnin er farin frá.
Viðbrögð forystumanna Samfylkingarinnar við afdráttarlausri kröfu Samfylkingarfélags Reykjavíkur eru vægast sagt furðuleg. Svo virðist sem öll forystan ætli að hunsa kröfuna um tafarlaus slit á stjórnarsamstarfinu og um kosningar strax. Ekki aðeins Össur og Ingibjörg, heldur einnig óbreyttir þingmenn eins og Ágúst Ólafur (varaformaður) og nú síðast Ásta Jóhannesdóttir.
Svo eru menn að tala um lýðræði og fara eftir vilja fólksins! Það er aðeins um þriðjungur flokksmanna sem styður þessa ríkisstjórn. Það er ljóst að margir þingmenn Samfylkingarinnar munu eiga erfitt í komandi prófkjöri!
Síðast en ekki síst ber að nefna úttölur forystumanna flokksins fyrir því að kosið verði strax. Landið verði þá stjórnlaust! Fólki hefur nú almennt fundist að landið hafi verið stjórnlaust undanfarið og því er þrír fjórði hluti þjóðarinnar (75%) á móti þessari ríkisstjórn.
Og varla verður landinu betur stjórnað með forystumenn beggja stjórnarflokkanna á sjúkrabeði, báða að berjast við æxli, illkynja eða ekki ...
Nei, mótmælin halda áfram: Vík burt ríkisstjórn - vanhæf ríkisstjórn.
Geir: Kosið í maí | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smekklegur ertu!! Leitaðu þér hjálpar maður!!
Þorsteinn Þormóðsson, 23.1.2009 kl. 13:13
djöfull áttu erfitt... sammála síðasta ræðumanni.
Frelsisson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:16
djöfulsins viðrini ertu!!!
nonni (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:20
þú ert fífl
Hannes (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:25
Torfi Kristján Stefánsson er bara geðveikur.
Rauða Ljónið, 23.1.2009 kl. 13:26
Þú ert ógeðslegur að tala svona, Geir er með æxli og þú hefur ekkert betra að segja.... þvílíkur ógeðslegur viðbjóður er þetta blogg þittt
Inga Lára Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 13:27
Þú gengur ekki heill til skógar maður! "Þessi tíðindi eru skárri en ekkert og hálfur sigur" Þetta er viðbjóðslegt að segja þegar maður greinist með illkynja krabbamein. Guð forði okkur frá þeim óskunda sem illa innrætt fólk þér líkt mun kjósa yfir okkur.
MG (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:39
Þú hlýtur að vera mjög veikur andlega ef þú kætist yfir alvarlegum veikindum fólks þó að þú sert á móti Ríkisstjóninni.
Leitaðu þér hjálpar strax:(
Björn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:43
Torfi. Þetta er fallegur hugsanagangur hjá þér. Báðir oddvitar ríkisstjórnarinnar eru fársjúkir ofan á allt annað sem gengur á.
Athugaðu að bæði Geir og Ingibjörg eru með tilfinningar. Hefur þú engar tilfinningar sjálfur? Myndir þú vilja vera í þeirra sporum?
Já, já. Þú villt bara fá einhverja vinstri stjórn hérna sem gerir illt verra. Verði þér þá að góðu. Þú munnt svo sannarlega eiga það skilið. Þér liði þá eitthvað betur.
Sporðdrekinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:57
Er hægra fastistaliðið loksins stigið fram úr skítaholunum sínum?
Gerði ykkur annars að góðu!! Til er ég í að svara skítkastinu - og í sömu mynt ef því er að skipta.
Ég tek það fram svona til að byrja með að ég kættist á engan hátt yfir veikindum Geirs - né Ingibjargar.
Yfirskriftin hálfur sigur vísar til þess að spillingarstjórnin boðar til kosninga á miðju kjörtímabilinu. Ekki til neins annars.
Þannig hitta þessar svívirðingar ykkar í minn garð aðeins ykkur sjálfa, en ekki mig.
Torfi Kristján Stefánsson, 23.1.2009 kl. 14:20
Þú þarft ekkert "fasistalið" til að kasta í þig skít. Þér gengur frekar vel að maka honum á þig sjálfur sýnist mér. Njóttu vel.
MG (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.