23.1.2009 | 15:18
Kosningarbaráttan byrjuð?
Það er ljóst af hinum hörðu viðbrögðum sjálfstæðismannanna - og annarra sjálfskipaðra siðapostulanna hér á moggablogginu - að kosningarbaráttan er þegar byrjuð.
Nú á að hala inn samúðaratkvæði út á veikindi Geir Haarde. Það er því spurning hver er smekklausastur í þessu sambandi.
Þá vil ég einnig benda á viðbrögð við innleggi mínu við yfirlýsingu Geirs um kosningar í vor.
Ég nefndi hana hálfur sigur og átti þar auðvitað við það að tekist hefur með mótmælunum undanfarna daga, vikur og mánuði, að knýja ríkisstjórnina til að boða til kosninga á miðju kjörtímabilinu. Hér var á engan hátt verið að fagna veikindum Geirs.
Skemmtilegir eins og venjulega þá komu sjálfstæðismenn upp úr skítaholunum sínum, fullir vandlætingar, og byrjuðu að svívirða mig - rétt eins og Hörð Torfa - og fyrir litlar sakir.
Það merkilega við þetta allt saman er hins vegar það að búið er að fjarlægja innlegg mitt af síðunni þar sem fréttin birtist en hún fær hins vegar enn að vera inni á blogginu mínu.
Ég hvet ykkur til að fara þangað inn og skoða dýrðina. Jafnframt vil ég mótmæla þessum vinnubrögðum mbl.is því þarna er ekkert ósæmilegt í mínum skrifum, en viðbrögðin ættu að fá að sjást sem víti til varnaðar.
Sjá http://torfis.blog.is/blog/torfis/entry/781043/
Þá vil ég mótmæla þessari ómaklegu aðför að Herði Torfasyni. Það er honum mest allra að þakka að þessi ríkisstjórn situr ekki lengur en til vors - ef hún þá situr svo lengi.
Hænuskref í rétta átt | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samúðaratkvæði útá Geir Haarde ? Hann er búinn að lýsa því yfir að hann ætlar ekki að vera áfram formaður Sjálfstæðisflokksins sem útilokar hann í komandi kosningabaráttu. Hvernig á þá að vera hægt að fá samúðaratkvæði útá hann ?
Grétar Magnússon, 23.1.2009 kl. 15:24
Ég held að þú ættir að halda kjafti svo þú missir ekki þessa fáu frá þér sem en vilja mótmæla.
Óskar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:01
Ertu að tala við mig (Óskar)??
Gaman annars að þessu kommenti þínum um þá fáu sem enn vilja mótmæla!
Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að samkvæmt nýjustu skoðanakönnun sé um 75% þjóðarinnar stuðningsmenn mótmælanna.
Mótmælin síðustu daga sýna einnig að er hægt að mótmæla með mjög góðri þátttöku á miðjum virkum degi.
Nú ganga þær sögur fjöllunum hærra að krakkaskríllinnn sem réðist á lögguna í fyrrakvöld, hafi verið sendur út af íhaldsfjölskyldunum í úthverfum borgarinnar til þess eins að koma óorði á hina friðsælu mótmælendur. Er þú kannski einn af þeim foreldrum?
Torfi Kristján Stefánsson, 23.1.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.