Með samþykki Ingibjargar?

Þessi frétt er aðalfréttin um alla Evrópu í dag. Málið er talið mjög alvarlegt enda klárlegt brot gegn alþjóðalögum um hernað. Hér er hermönnum gefið leyfi til að drepa óbreytta borgara fyrir það eitt að vera grunaðir um að rækta eiturlyf.

Þetta mun og hafa verið samþykkt á fundi utanríkisráðherra NATO í október síðastliðnum, en þar var Ingibjörg Sólrún til staðar - og þar með meðsek í verknaðinum.

Þetta er einnig athyglisvert í ljósi NATO fundarins sem var haldinn hér á dögunum. Sá sem er talinn hafa skipulagt þetta er bandaríski hershöfinginn Craddock sem var á fundinum, en hann er jafnframt talinn einn helsti hugmyndasmiðurinn a baki Guantanamo-búðanna.

Auk þess má benda á að Barak Obama forseti Bandaríkjanna hefur boðað stórauknar hernaðaraðgerðir í Afganistan og fjölgun hermann um næstum helming. Stuttu eftir að hann tók við embætti þá gerðu Bandaríkjamenn árás á þorp í Pakistan undir því yfirskyni að þar væru hermenn Talibana. Svo var alls ekki að sögn vitna heldur voru þarna drepnir 22 almennir borgarar.

Ekkert heyrist frá Obama vegna þessa atburðar og ekki virðist hann heldur hafa áhuga á að breyta um stefnu í málefnum Ísrael og Palestínu. Hann krefst afvopnunar Hamas en setur engar kröfur á hendur Ísraels. Þá vill hann ekki tala við Hamas og virðist jafnframt réttlæta búsetu landnema gyðinga á hernumdu svæðunum.

Þannig virðist alls engin stefnubreyting verða í utanríkisstefnu USA, þrátt fyrir fögur fyrirheit Ombana um "change".

Fróðlegt verður að sjá hvort einhver stefnubreyting verður hjá íslensku ríkisstjórninni með tilkomu Vinstri grænna í henni. Mér finnst það reyndar mjög ólíklegt meðan Ingibjörg Sólrún er utanríkisráðherra.


mbl.is NATO sakað um ólöglegar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 455642

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband