20.4.2009 | 11:58
Ekki rétt!!
Þessi frétt er einfaldlega röng. Leikurinn var sýndur beint í norska sjónvarpinu. Þar sést að Birkir Már átti möguleika á að skalla boltann, og skora sjálfur enda í fínu færi, en hitti ekki boltann sem barst til Solli sem skoraði. Reyndar kom Birkir við sögu í markinu á þann hátt að hann fékk stungusendingu inn fyrir vörnina en missti boltann of langt frá sér (að venju) svo varnarmaður komst fyrir hann. Besti maður Brann, Erik Hausklepp, náði þá boltanum og sendi fyrir markið til Sol-li.
Birkir var annars ágætur í leiknum, nýtti vel hraða sinn, en vantar mikið upp á tæknina til að teljast vera topp leikmaður.
Þá átti Kristján Ørn góðan leik í vörninni og Gylfi Einars var traustur á miðjunni þó svo að hann hafi ekki fengið góða dóma.
![]() |
Birkir Már lagði upp mark Brann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 523
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 468
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.