Brandari

Sjálfstæðismenn og aðrir stóriðjusinnar eru einn stór brandari þessa dagana. Reyna að telja fólki trú um að stjórnarflokkarnir, einkum VG, standi gegn því að álver í Helguvík verði að veruleika! Eins og allir vita hefur hvorki Norðurál né Landsvirkjun efni á að reisa álverið eða afla orku til þess, enda álverð í sögulegu lágmarki og Landsvirkjun tæknilega gjaldþrota og rúið lánstrausti.

Mótmælendur væri nær að stefna að heimili Árna Sigfússonar og mótmæla því atvinnuástandi sem stefna (eða stefnuleysi) hans hefur leitt Suðurnesjamenn út í. Jafnframt ættu þeir að mótmæla braskinu á Vellinum sem Sjálfsstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, með áðurnefndan Árna í broddi fylkingar, hefur staðið að og kostað almenning ómældan aurinn. Það mætti einnig slá mótmælahring kringum hús Árna Matthíesen og Þorgerðar Katrínar vegna fjölskyldutengslanna við braskarana.

Nei, leitið annarra atvinnutækifæra en í álveri, enda bara skýjaglópshugmyndir sem aldrei verða að veruleika (1800 störf!).

 


mbl.is Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók eftir á myndinni að margir voru með börn með sér. 

Það þótti nú ekki gott mál að barn tæki til máls á Austurvelli í haust og jafnvel var talað um það væri nú ósmekklegt að börn færi með foreldrum sínum þangað en finnst fólki þá allt í lagi að vera með börn í svona aðgerðum?

Hver er munurinn?

Bara að pæla.

Ásta B (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:53

2 identicon

Komið í Húsdýragarðinn þar sem Sjálfstæðismenn eiga heima. Auglýst hefur verið eftir furðufuglum í eitt búrið og hefur verið vænst þess að Davíð og Geir gefi sig fram. Ræningjarnir þrír verða á svæðinu, Kúlgerður Katrín, Spillugi Gunnarsson og Guflaugur Þór í gervi Kasbers, Jesbers og Jónatans. Kúlgerðu katrín með kúlulán eignimannsins upp á 500 miljónir, Spillugi Gunnarsson með sjóð 9 og Guflaugur með væna styrki frá BAUGI í pokanum. Leynigesturinn verður enginn annar en Árni Johnsen og hitar upp með laginu ,,Rimlarokk” og hið undurfagra lag ,,Í faðmi flokksins” lög sem hann samdi í sveitinni. Kannski að Björn Bjarna mæti og gefi það upp að hann sé hættur að uppnefna fjölmiðla sem Baugstíðindi, því hann sé búinn að átta sig á því að réttnefni á flokknum sem hann er í er ,,Baugsflokkur”. Aðrar spennandi og óvæntar uppákomur verða í boði bókhaldsdeildar flokksins, en nánar um það síðar.

Valsól (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:05

3 identicon

Eftir hafa lesið þetta hjá þér þá uppgvötaði ég það að þú ert brandarinn.

Sveinn Þ. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Vá hvað ég tek undir með Önnu!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:46

5 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Gott comment hjá þér Sveinn! Hvað ætli þessi Valsól (sem þorir ekki að koma fram undir nafni) hafi verið lengi að semja þessa 'steypu' sem birtist! Það hefur verið svo þægilegt fyrir vinstra pakkið að hafa verið 'stikkfrí' allan tímann sem verið var að BYGGJA UPP Ísland (eins og þeir hefðu gert það?)

Ég gæti eins trúað því að 'Valsól' sé ein(n) úr sérsveit VG sem farið hefur um og slett skyri og öðrum óþverra að kosningamiðstöðvum flokkanna undanfarið (annarra en VG takið eftir) og sé einn stór BRANDARI. Orðfærið skýrir sig sjálft. Valsós á soldið bágt!

Kristinn Rúnar Karlsson, 23.4.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Anna & Gísli:

Fyrir nokkrum árum las ég viðtal við einhvern Íslending, sem var forstjóri hjá einhverju fyrirtæki í Noregi, en hafði verið forstjóri álvers þar. Hann sagði að fyrstu fyrirtækin, sem fullunnu vörur úr áli, hefðu risið u.þ.b. 50 árum eftir fyrstu álverin litu dagsins ljós. 

Þetta er einmitt að gerast núna, en álþynnuverksmiðja Becromal í Krossanesi við Eyjafjörð mun hefja framleiðslu í ágúst í sumar. Verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og útflutningur ætti þá að hefjast í lok sumars og með tilkomu hennar verða til um 90 ný störf.

Ég tel að við eigum að ganga til verks bæði í Helguvík og á Bakka og í framhaldi af því huga að frekari vinnslu á áli. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.4.2009 kl. 18:39

7 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Fyrirgefðu Gísli. Fólk sem "hefur verið að leita að tækifærum og unnið að því að koma þeim í verk"? Mig minnir nú að viðkomandi einstaklingar, þ.e. handboltavinirnir úr Hafnarfirðinum, hafi fengið borgað fyrir það að taka að sér eigur ríkisins á Vellinum - og það með fullum stuðningi og jafnvel virkri þátttöku sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Þetta er nú reyndar aðeins eitt dæmi af fjölmörgum spillingarmálum Flokksins, mál sem eru nú alþjóð ljós - og mun sýna sig í úrslitum kosninganna á laugardaginn. Þá kemur í ljós hver er brandarinn og hver dæmist vera með "rangfærslur og óhróður á fólk"!

Torfi Kristján Stefánsson, 23.4.2009 kl. 19:37

8 identicon

Sæll Guðbjörn.  Það sem ég og Anna vorum að tala um er að það er mikill munur á álframleiðslunni á Grundartanga og Straumsvík.  Á Grundartanga er framleitt hráál að litlum gæðum sem á svo eftir að vinna meria með, en í Straumsvík er unnið áfram með álið og framleitt gæða ál tilbúið til ýmissa.

Torfi, þessi skrif þín eru ekki svaraverð.

gisli1 (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:52

9 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Auðvitað eru þau ekki svaraverð Gísli minn! Ekki frekar en gagnrýnin á Guðlaug Þór og fleiri sjálfstæðismenn um styrki frá sjálftökufyrirtækjunum, m.a.s. frá Baugi og FL-Group. Engin spilling þar á ferð!

En af hverju felur þú þig undir bloggnafni sem ekkert er að baki? Þú ert kannski ekki þú heldur einhver annar?

Torfi Kristján Stefánsson, 23.4.2009 kl. 20:15

10 identicon

Eins og allir vita hefur hvorki Norðurál né Landsvirkjun efni á að reisa álverið eða afla orku til þess, enda álverð í sögulegu lágmarki og Landsvirkjun tæknilega gjaldþrota og rúið lánstrausti.

Þetta er málið verst er að það sjá það svo fáir

Álver borga 20 aura á Kílówattstund með þjóðin borgar 7,35 kr 36 sinnum hærra verð

Halló er enginn heima

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:51

11 identicon

Drowning Iceland samtök

ertu ekki að meina Sjálfstæðisflokkinn

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband