Makkið byrjað!

Já Siv er söm við sig. Allt er leyfilegt til að komast aftur að kjötkötlunum, þar með að fyrirvarar Framsóknarflokksins um Evrópusambandsaðild séu látnir fyrir róða.

En að talsmaður Borgarahreyfingarinnar sé tilbúinn að láta af lýðræðiskröfum flokksins þegar á fyrsta degi eftir kosningar er hins vegar óvænt útspil. Nú má bara kjósa einu sinni, ekki tvisvar um Evrópusambandsaðild! Líklega er þó hér fundin skýringin á tíðum útstrikunum flokkssystkina hans á honum. Þráinn er einfaldlega partur af hinu gamla klíkukerfi og mun haga sér sem slíkur á þingi.

Stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandinu innan Samfylkingarinnar fara mikinn í kjölfar kosninganna, og reyndar einnig síðustu daga fyrir þær. Mest heyrist í Össuri og Árna Páli en Jóhanna spilar einnig þá spóluna. Þau láta sem kosningarnar hafi snúist um Evrópumálin. Minna heyrist í andstæðingum ESB innan flokksins, þeim sem töldu og telja með réttu að kosningarnar hafi snúist um fjármálakreppuna!

Já það er auðvelt að snúa hlutunum á hvolf , ekki síst þegar fjölmiðlar spila með. Merkilegt samt ef Borgarahreyfingin ætlar að spila með í þeim leik.


mbl.is Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 257
  • Frá upphafi: 459338

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband