"vart verður haft eftir óritskoðað"?

Merkileg frétt þetta frá einhverjum helsta stuðningsaðila stóriðjustefnunnar á Íslandi, Mogganum.

Í ljósi nýjustu umræðu um skatttekjur af starfsemi álfyrirtækja hér á landi, að þau feli hagnaðinn og skrái hann annars staðar þar sem það er hagkvæmara, þá er orðfærið sem notað er einfaldlega hárrétt lýsing á framferði álrisanna hér á landi: Fuck you Iceland.

Þetta framferði hafa fjölmiðlar látið óáreitt - og jafnvel stutt - til að þóknast þeim pólitísku öflum sem hafa haft stóriðjustefnuna sem sitt hjartans mál nú um langa hríð.

Ég lýsi yfir fullum stuðning við aðgerðir Saving Iceland hópsins - og vona að núverandi ríkisstjórn hafi dug til að taka alla samninga við þessi ófyrirleitnu fyrirtæki til endurskoðunar.

Og það eru ekki aðeins álfyrirtækin, bankarnir og útrásarvíkingarnir sem hafa með framferði sínu undanfarin ár sýnt Íslendingum löngutöng, heldur einnig ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar - auk fjölmiðlanna - med dýrkun þeirra á nýlíberalismanum: hinu eftirlitslausa markaðshagkerfi.

Er ekki kominn tími til víðtæks uppgjörs við fortíðina - á öllum sviðumn tjóðlífsins?


mbl.is Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg sammála þér.

ólafur (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Dear Iceland
FUCKYOU
Yours truly
Kaupthing

(Stutta útgáfan af Lánabók Kaupþings)

Soffía Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband