Aftur hótað stjórnarslitum ...

... og það eru sömu aðilarnir og áður sem hóta, þ.e. Samfylkingin - og nú stígur loks andlit fram, andlit Össurar Skarphéðinssonar.

Ögmundur Jónassson hefur greinilega engan áhuga á að fella ríkisstjórnina en Samfylkingarfólk lætur þetta mál, rétt eins og aðildarumsóknina að ESB (og Helguvíkursamninginn), vera úrslitaatriði um framhald stjórnarsamstarfsins.

En hvað er að óttast fyrir Vinstri græna? Það eru þeir sem hafa möguleika á að mynda nýja stjórn með öðrum andstæðingum Icesave-samningsins - og með öðrum andstæðingum aðildarumsóknarinnar að ESB - en Samfylkingin ekki!

Þannig er það Samfylkingarfólkið sem er að einangrast í pólitíkinni - ekki VG - og hefur því engin efni á að vera með hótanir!


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Ef þetta er hótun - þá inniheldur öll pólitísk umræða hótanir.  Hræddir tala um hótanir !

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skynsamleg ályktun! Fáránlegur áróður sem nú er viðhafður þar sem ég skil ekki hvað væri svona voðalegt við að Samfylkingin hyrfi frá ríkisstjórnarborðinu. Reyndar myndi ég mæla með neyðarstjórn við þær aðstæður sem nú eru uppi. Hef reyndar verið hlynnt slíkri lausn frá því í nóvember-desember á síðasta ári en því miður varð niðurstaðan kosningar sem ég get ekki séð að hafi skilað okkur neinu nema sömu hörmungunum og svartsýnustu menn óttuðust strax í haust að skyllu á okkur við óbreytt ástand.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorbjörg, þannig að það er bara sjálfsagt og eðlilegt að hóta í pólitík? Eða eru engar hótanir til staðar í pólitík? Annað hvort hlýtur það að vera enda hótanir raunverulegt fyrirbæri.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 12:33

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gleymum svo ekki að enginn flokkur flaðraði eins upp um útrásarvíkingana svokallaða og varði þá og Samfylkingin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 12:34

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Pólitísk umræða að hóta stjórnarslitum ef einhverjir þingmenn VG greiða atkvæði gegn ICESAVE-samningnum? Ég held að þú hafir nú ekki mikið vit á hvað pólitísk umræða gengur út á!

Svo er ég alls ekki hræddur við að stjórnin springi. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að Jafnaðarmannaflokkarnir séu almennt orðnir helstu stuðningsmenn nýfrjálshyggjunnar og ríkisbubbanna og tekið þar við af borgaraflokkunum (einkum hægri).

Þrátt fyrir hræðilega reynslu af Sjálfstæðisflokknum og stjórn hans undanfarinna áratuga þá hefur sá flokkur þó enn rætur í innlendu auðvaldi sem vill með öllum ráðum halda í innlent fjármagn og innlent vald yfir auðlindunum.

Samfylkingin hefur engan áhuga á slíku heldur er sama hvaðan "gott" kemur, innlent eða útlend. Þar skildi á milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalangs á sínum tíma og nú á milli Samfylkingar og Vinstri grænna.

Í varnarbaráttunni fyrir takmörkuðu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar standa VG og stjórnarandstaðan nær hvert öðru en Samfylkingin og VG.  Samfylkingin hefur engan áhuga á sjálfstæði, telur þar úrelt hugtak (leifar frá nationalismanum í byrjun 19. aldar).

Ég græt því ekki stjórnarslit heldur fagna þeim. Ný Nýsköpunarstjórn er ekki slæmur kostur við núverandi aðstæður.

Torfi Kristján Stefánsson, 11.8.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 43
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 459213

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband