340 milljarðar í endurfjármögnun!!

Talað hefur verið um að endurfjármögnun gömlu bankanna þriggja, Landsbanka, Glitnis og Kaupþings munu kosta íslenska rikið um 338 milljarða króna í allt. Til samanburðar má nefna að Icesave-samkomulagið, sem mikill styrr hefur staðið um undanfarið, er talið mun kosta ríkið um 200 milljarða (160) en þá er reyndar ekki horft til hinna umdeildu vaxtagreiðslna.

Endurfjármögnun þýðir greiðslu vegna yfirtöku eigna (og skulda!) bankanna við gerð neyðarlaganna í október sl. 200 milljarðar fara til endurfjármögnunar Glitnis og Kaupþings sem þýðir að þessi peningar fara beint í fjárhirslur lánveitenda gömlu bankanna, þ.e. til útlendra aðila. Þessir útlendu aðilar munu eignast 90% hlut í Íslandsbanka og Kaupþingi en ríkið mun aðeins eiga um 10% (til samanburðar má nefna að í Noregi á norska ríkið að lágmarki 30% í bönkum þar).

Endurfjármögnun þessara banka tefst ekki samkvæmt fréttinni (þ.e. útlendingarnir fá sitt) en endurfjármögnun Landsbankans tefst hins vegar (140 milljarðar) en sá banki mun vera eini ríkisbankinn í framtíðinni. Þessar greiðslur allar eru stórmál í sjálfu sér, ekki minna mál en Icesave- málið að mínu mati - og þýða það sama: greiðslur til erlendra aðila vegna óráðsíu og þjófnaðar íslensku bankamanna og útrásarvíkinganna.

Því er að mínu mati alls ekki sjálfsagt að við endurfjármögnun bankanna á þennan hátt, þ.e. borgum skuldir óreiðufólksins, og skil ekki af hverju engin umræða hefur farið fram um það.

Þá finnst mér grunsamlegt að endurfjármögnun eina bankans, sem á að vera eign ríkisins, þ.e. Lamdsbankans, skuli vera frestað. Þýðir það kannski að sá banki verði að lokum einnig gefinn útlendingum - og borgað með honum eins og hinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455614

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband