12.8.2009 | 12:27
Er þetta fyrirtæki ekki löngu gjaldþrota?
Enn berast furðufréttir úr fjármálaheiminum sem sýnir að fátt hefur breyst eftir bankahrunið. Í gær var sagt frá því að hinn gjaldþrota banki, Straumur, hafi verið að "kaupa" Illum og Magasin du nord af kröfuhöfum hins gjaldþrota Landic Propertys - en nú að það fyrirtæki sé enn uppistandandi og ætli nú að einbeita sér að innlendum markaði!!
Auk þess var að berast staðfesting um að íslenska ríkið ætlaði, nú 14. ágúst, að veita um 200 milljörðum til einmitt þeirra banka sem hafa gert samning við þetta gjaldþrota fyriræki um "endurskipulagningu" fasteigna þeirra hér innanlands. Hvernig er annars hægt að vera gjaldþrota í útlöndum en ekki hér á landi?
Enn og aftur eru það íslenskir skattgreiðendur sem eiga að halda uppi braski útrásarvíkinganna, braski sem alls ekki er hætt en haldið áfram með hjálp skilanefnda bankanna.
Hvað segir Steingrímur J. um þetta? Og af hverju eru þessar "eignir" ekki einfaldlega þjóðnýttar?
Og hvernig geta skilanefndir "átt" banka????
Landic semur við íslenska banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.