Landssamtök landeigenda??

Þetta nafn hljómar nú eins og hér séu allir stórbokkarnir, sem keypt hafa upp jarðir landsins undanfarin ár og sprengt upp verðið, saman komnir í samtökunum. Reyndar mun ekki svo vera heldur eru þetta samtök sem voru stofnuð til að andæfa óbyggðalögunum.

Gagnrýni samtakanna eru annars mjög máttlaus. Fyrir það fyrsta er einn nefndarmanna, Jóhannes Sigfússon (já einmitt, bróðir fjármálaráðherrans!), varamaður í stjórn samtakanna.

Í öðru lagi hefur "viðskiptafrelsi" það sem samtökin mæra svo mjög, leitt til mikillar fækkunar lögbýla og þar með fólksflótta úr sveitum og óheppilegri skuldastofnunar þeirra bændabýla sem eftir standa (lán sem eru að sliga stóran hluta bænda sem stækkað hafa við sig eða þurft annarra ástæðna vegna að kaupa upp jarðir á uppsprengdu verði). Segja má að landbúnaður á Íslandi í dag sé í raun gjaldþrota einmitt vegna þessa "viðskiptafrelsis".

Einnig má benda á það að í Noregi er allt annað fyrirkomulag fyrir hendi en hér heima. Þar er búsetuskylda á lögbýlum, þ.e. ef býli með framleiðslu eða eru skráð sem slík eru sett í sölu, þá er kaupandi skyldugur til að hafa fasta búsetu á jörðinni og stunda þar búskap. Þetta gerir að jarðnæði í Noregi fæst á góðu verð. Kerfið er þannig hvetjandi hvað áframhaldandi búskap varðar og fyrir því að halda sveitum landsins áfram í byggð (sem sé er hluti af virkri byggðastefnu stjórnvalda).

Hér heima hefur hins vegar frjálshyggjan ríkt á þessu sviði sem öllum öðrum og skilið eftir sig sviðna jörð. Enda voru gömlu lögin stíluð fyrir auðjöfrana og þá bændur sem hugsuðu einungis um eigin skammtíma gróða - og vildu selja dýrt. Og auðvitað var það Framsóknarflokkurinn sem kom þessum ólögum á.


mbl.is Andvíg breytingu jarðalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 459938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband