10.9.2009 | 09:04
Hver á að borga?
Bara þetta eina lán er næstum jafnhátt og allar skuldir vegna Icesave, sem samfélagið allt og ekki síst Alþingi fór á annan endann yfir nú fyrir skömmu.
Þessi frétt þýðir væntanlega að Seðlabanki Evrópu muni gera kröfu um að eignast öll sjávarútvegsfyrirtæki í landinu, sem og fjölda annarra íslenskra fyrirtækja.
Þá eru úti um lögin sem kveða á um að útlendingar megi ekki eiga hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, megi ekki eiga fiskveiðikvótana.
Þar með er allur árangurinn af fiskveiðistríðum (þorskastríðum) okkar undanfarna áratugi farinn fyrir bí og meira til.
Það getum við þakkað flokkunum sem leiddu einkavæðingu bankanna, Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Í ljósi þessa er skrítið hvernig þessir tveir flokkar létu á þingi þegar verið var að ræða Icesave-málið. Meiri hræsni hefur maður sjaldan orðið vitni að.
Já mikil er ábyrg þeirra flokka og einstaklinga sem gerðu Ísland gjaldþrota, því það er landið svo sannarlega.
Skuldar ECB 180 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað vitleysa er þetta. Ef fyrirtækin borga skuldir sínar geta engir gengið að þeim og ég veit ekki betur en sjávarútvegsfyrirtækin séu að borga sínar skuldir. Svo er alltaf möguleiki á að fá annað lán til að borga hitt lánið ef þú stendur undir vöxtunum.
Dagrún (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.