Athyglisverð frétt!

Þetta er mikilvæg frétt fyrir SV því nú standa yfir mjög mikilvægrar viðræður stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf, um stefnumál (áhersluatriði) og um ráðherraskipan.

Þrátt fyrir að SV hafi tapað nokkru fylgi í kosningunum á mánudaginn er samt hægt að segja að flokkurinn sé í sterkari aðstöðu en áður, einmitt vegna fylgishruns Venstre. Nú getur Verkamannaflokkurinn ekki hótað samstarfi með Venstre ef honum finnst SV vera of stíft á sínum stefnumálum og ráðherrastólum.

Þessi frétt bætir enn samningsstöðu flokksins.

Deilurnar virðast einkum ætla að standa um umhverfismál (þ.e. um hugsanlegar olíuboranir úti fyrir Lofoten og Vesterålen (og Senja) en þar eru auðugustu fiskimið Norðmanna). Einnig eru skólamál heitt umræðuefni en svo virðist sem Verkamannaflokkurinn vilji taka yfir ráðherrastólinn þar frá SV.

Umræðan í norskum fjölmiðlum nú eftir kosningarnar, snúast einkum um umhverfismál, svo sem endurnýjanlega orkugjafa, en eins og kunnugt er þá er mjög mikilvæg umhverfisráðstefna haldinn í Køben nú í desember þar sem Norðmenn ætla að leggja fram róttækar tillögur.

Þetta skiptir máli heima á Íslandi, þ.e. varðandi stefnumótun vinstri stjórnarinnar í umhverfismálum og einnig hvað hún hyggst leggja til á ráðstefnunni nú í desember.

Er t.d. ætlunin að halda áfram með áform um olíuborun á Drekasvæðinu, nú þegar flestar umhverfisstofnanir skora á þjóðir heimsins að leita annarra og umhverfisvænni orkugjafa en olíu?


mbl.is Vissi að Stoltenberg var í þreifingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brigt Agnar Mikkelsen

This is no news! Jens and Lars went on a fishing trip, and along came journalists from most of the major Norwegian newspapers. There where no secrecy that this conversations took place.  When the prime minister and one of his closest political adversaries to the right, goes hiking in the mountains, it is obvious that they are talking about more than the biggest mountain trout ever :-)  

Then it is the parliament system in Norway versus the Icelandic. In Norway it is not common that government has majority of the members in the parliament. Instead the government depends on support from other political parties that are not a member of the parliament but decide to secure a government that would carry out the politic that are closest to their own. 

Brigt Agnar Mikkelsen, 18.9.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 459938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband