Furðuleg hlutdrægni Moggans

Það er greinilega farið í manngreinarálit hér á mbl.is. Hvergi er vitnað til yfirlýsingar náttúruverndarsinna, en strax hlaupið upp til handa og fóta þegar einhver huldusamtök mótmæla yfirlýsingunni og fréttatilkynning þeirra birt strax.

 Hér má sjá yfirlýsingu náttúruverndarsamtakanna og hverjir standa að henni:

YFIRLÝSING
 
Eftirtalin samtök lýsa vanþóknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð
fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur.
Álver í Helguvík með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslu með
tilheyrandi orkuöflun og umhverfisáhrifum er ekki einkamál Suðurnesjamanna.
Ekki er útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur
sig þurfa, auk þess sem orkuþörf Norðuráls í Helguvík hefur verið ranglega
metin í opinberum gögnum.

• Álverið myndi taka til sín nær alla háhitaorku sem fyrirséð er að aflað
verði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, auk virkjana í neðri  Þjórsá. 

• Jarðvarmavirkjanir sem álverið þarf mundu auka á brennisteinsmengun á
höfuðborgarsvæðinu en hún fer nú þegar yfir heilbrigðismörk við ákveðnar
aðstæður.

• Línulagnir hefðu víða áhrif, m.a. á vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa.

• Með Urriðafossvirkjun væri framtíð eins stærsta villta laxastofns Íslands
stefnt í voða - en sá stofn býr í Þjórsá.

• Krafa fyrirtækja á Suðurnesjum um orku til álvers í Helguvík er á við
heila Kárahnjúkavirkjun á 100% láni á ábyrgð orkufyrirtækja í eigu
þjóðarinnar. 

Íslendingar hafa horft upp á skammsýni, græðgi og heimsku í aðdraganda
hruns hins íslenska efnahagskerfis. Stafar það af fúski, agaleysi og
veikburða stjórnmála- og eftirlitsstofnunum gagnvart yfirgangi
hagsmunahópa. Herferð fyrirtækja á Suðurnesjum í þágu alþjóðlegra
stórfyrirtækja er ábyrgðarlaus og ómálefnalegt innlegg í umræðuna.

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST)
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi 
Sól á Suðurnesjum
Sól á Suðurlandi

Framtíðarlandið
Sól í Straumi
Náttúruverndarsamtök Suðurlands

Náttúruverndarsamtök Íslands


mbl.is Segja yfirlýsingu náttúruverndarfólks furðulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband