En íslenska liðið?

Ekkert heyrist frá tilkynningu frá landsliðsþjálfurunum um íslenska liðið sem fer á EM þó svo að reyndar hafi Heimir lýst því yfir að áður tilkynntur 23 manna hópur verði óbreyttur.

Norðmenn eru duglegri að afla sér upplýsinga um íslenska liðið en íslenskt fjölmiðlafólk. Hér er liðið samkvæmt þeim (sjá http://www.vg.no/sport/fotball/fotball-em-2016/her-er-alle-em-troppene/a/23685563/):

Island

Keepere: Hannes Thor Halldorsson (Bodø/Glimt), Ingvar Jónsson (Sandefjord), Ögmundur Kristinsson (Hammarby)

Forsvarere: Birkir Már Sævarsson (Hammarby), Ragnar Sigurðsson (Krasnodar), Kári Árnason (Malmö), Ari Freyr Skúlason (OB), Haukur Heiðar Hauksson (AIK), Sverrir Ingi Ingason (Lokeren), Hördur Björgvin Magnússon (Cesena), Hjörtur Hermannsson (IFK Göteborg)

Midtbane: Aron Gunnarsson (Cardiff), Gylfi Sigurdsson (Swansea), Emil Hallfredsson (Udinese), Birkir Bjarnason (Basel), Jóhann Berg Gudmundsson (Charlton), Theodór Elmar Bjarnason (AGF), Arnór Ingvi Traustason (IFK Norrköping), Rúnar Már Sigurjónsson (GIF Sundsvall)

Angrep: Kolbeinn Sigthórsson (Nantes), Alfred Finnbogason (Augsburg), Jón Dadi Bödvarsson (Kaiserslautern), Eidur Gudjohnsen (Molde)


mbl.is Þessir mæta Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki?

Ekki kemur fram af hverju Hannes er ekki í byrjunarliðinu á morgun gegn Noregi. Skrítið, ekki síst í ljósi þess að hann var einnig á bekknum hjá Bodö/Glimt í síðasta leik norsku deildarinnar. Það bendir til þess að hann sé meiddur en af hverju þá ekki að segja frá því?

Það er reyndar fleira sem vekur furðu í umfjöllun fjölmiðla um undirbúning íslenska landsliðsins fyrir EM, eða kannski frekar umfjöllunarleysið.

Heimir landsliðsþjálfari sagði t.d. fyrir æfingu í morgun að menn sæju það á æfingunni hvernig byrjunarliðið væri skipað en svo er engin umfjöllun um þessa æfingu!

Og Lars segir í raun að æfingarleikirnir í þessari viku skipta engu máli. Byrjunarliðin í þeim segja ekkert um hverjir byrja leikina á EM.
Er það bara mér sem finnst þetta skrítið?:
http://www.visir.is/lagerb%C3%A4ck--skiptir-litlu-hverjir-byrja-hja-okkur/article/2016160539887

 


mbl.is Hannes fær frí á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt, en vandamálin eru fleiri!

Aron Einar kemst ekki í miðlungs b-deildarlið á Englandi og er að auki eitthvað meiddur en samt er veðjað á hann sem lykilmann á miðjunni.
Vandamálin eru miklu fleiri. Vörnin er frekar veik og formið hjá aðalmönnunum þar hæpið, nema á Ragnari. Varamennirnir eru allir óreyndir og léku ekki neitt í undankeppninni. 

Sóknin er einnig tæp með menn eins og Kolbein og Eið Smára í litlu leikformi - og heitasti maðurinn nú er ekki í hópnum (Viðar Örn).

Þá er undirbúningurinn undir EM ekki eins og best verður á kosið. Landsliðið fékk engan leik um síðustu helgi meðan þjóð eins og Portúgal fékk góðan undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi með því að mæta Noregi (3-0!).
Þar með misstu þjálfararnir af tækifæri til að kalla nýja menn inn, ef þeir útvöldu sýndu að þeir væru ekki í neinu formi.

Við mætum svo Noregi á morgun og Liechterstein á föstudag. Kannski má líkja Norðmönnum við Ungverja, svipaðar þjóðir að getu, en af hverju að vera að keppa við slakt smáríkið?

Þá virðist ekki vera ætlunin að nota þessa leiki til þess að finna út hvaða leikmenn verði í byrjunarliðinu. Það virðist vera ákveðið fyrirfram, a.m.k. tala leikmennirnir sjálfir þannig, og þjálfararnir tjá sig ekkert um leikina, svo sem til hvers þeir séu.


mbl.is Aron Einar og breiddin áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"heldur svalara fyrir norðan"!

Þegar þetta er skrifað, upp úr kl. 11 á öðrum hvítasunnudegi, er hitinn fyrir norðan og austan við frostmark.

Spáð er tveggja stafa tölu hér syðra í dag en "heldur svalara fyrir norðan". Það munar sem sé um 10 gráðum!

Þá talar veðurfræðingurinn um ágætis vorveður framundan, litla úrkomu.
Það er auðvitað afstætt fyrir flesta hvað er "ágætt" vorveður.

En í ljósi þess hve lítið hefur rignt hér syðra það sem af er mánuðinum, eða aðeins um 6 mm hér í Reykjavík (meðal úrkoma mánaðarins er um 50 mm), þá held ég nú að flestir vilji fá smá rigningu fyrir gróðurinn sem enn er að bagsa við að gera sig sumarlegan.


mbl.is Ágætis vorveður framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur snjóað í bongóblíðu?

Það er nú verið að spá snjókomu á Akureyri í fyrramálið (annan í hvítasunnu) og hita við frostmark á norðausturlandi! Frostnætur fyrir norðan frá þriðjudegi og alveg fram á helgi og aftur snjókomu aðfararnótt föstudagsins.

Á höfuðborgarsvæðinu fer hitinn niður í tvö til þrjú stig sömu nætur.

Bongóblíða? Varla! Mætti maður biðja um aðeins vandaðri blaðamennsku? 


mbl.is Bongó í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli einhverjir skammist sín núna?

Kannski en eflaust ekki allir því sumir kunna ekki að skammast sín.

Fréttablaðið minnist a.m.k. ekki á þessa frétt einu orði (og auðvitað ekki hvað eigandinn Jón Ásgeir á mikinn pening í skattaskjólum (eða var það kannski konan hans?)):

http://stundin.is/frett/milljardaslod-jons-asgeirs-og-ingibjargar-i-skatta/

Gæti verið að yfirgengilegur fréttaflutningur (og vandlæting) Stöðvar tvö og Fréttablaðsins um eignir eiginkonu Sigmundar og síðan um eignir fjölskyldu forsetafrúarinnar  í skattskjólum, séu tilkomnar til að dreifa athyglinni frá eigin eigendum?

Vonandi gefst nú tóm til að fara í saumanna á þessum eignum Ingibjargar og Jóns Ásgeirs - og sömuleiðis hvað fólk tapaði miklu þegar félög í þeirra eigu, sem almenningur hafði fjárfest í, voru tæmd og sett í gjaldþrot.

Það á auðvitað einnig við um Björgólf Þór, Ólaf Ólafsson og fleiri útrásarvíkinga. Er ekki tími til kominn að láta þá svara til saka fyrir þetta - og fleira - og sækja peningana þeirra í skattaskjólin?


mbl.is Hátt í 400 milljónir í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir skatturinn - og ríkisstjórnin?

Ekkert heyrist frá skattinum - og auðvitað alls ekkert frá ríkisstjórninni - um þessar uppljóstranir um hundruð Íslendinga með fé í skattaskjólum.

Svíarnir bregðast hins vegar strax við og ætla að hefja rannsóknir strax í dag á þessum (hugsanlegu) skattaundanskotum. 

http://www.ruv.is/frett/morg-hundrud-sviar-i-panamaskjolunum

En kannski er öllum sama? Pressan er orðin södd. Búin að koma einum forsætisráðherra og einum forseta frá - og svo á auðvitað sjálft skattaskjólsliðið flesta fjölmiðla hér á landi.


mbl.is 400 leitir á sekúndu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanlegt en ...

... kemur á óvart að Sölvi Geir eru ekki einu sinni til taks sem aukamaður.
Hjörtur Hermanns, sem er algjörlega reynslulaus á alþjóðavettvangi, er valinn fram fyrir Sölva og reyndar einnig fram fyrir reyndari menn eins og Hólmar Örn og Hallgrím. Enn einn miðvörðurinn sem ætti að hafa komið til greina er Jón Guðni Fjóluson sem spilar alla leiki með efsta liði sænsku deildarinnar, Norrköping. 

Þá er nokkuð hæpið að vera ekki með vara-vinstri bakvörð en þeir eru aðeins tveir. Þeir eru einnig aðeins tveir hægra megin, og annar sem er dottinn út úr byrjunarliði sínu ytra (Haukur Heiðar í AIK), en það eru fleiri í hópnum sem geta leikið þá stöðu.

Þrír meiddir segir í fréttinni. Reyndar er óljóst hvort að Aron Einar sé meiddur eða bara svona lélegur að hann kemst ekki í lið hjá Cardiff.

Feiri leikmenn eru þarna sem eru að spila með slökum liðum eða spila lítið svo sem Jóhann Berg og Emil.
Um Jón Daða er þýðingarlaust að tala. Hann er alltaf valinn þrátt fyrir afspyrnulélega leiki. Uppáhaldið hans Lars.

Gaman hins vegar að sjá menn eins og Arnór Ingva og Rúnar Má í hópnum og einnig Theodór Elmar.

 


mbl.is EM-hópurinn tilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur fréttaflutingur

Það hefði vel mátt koma fram að hópurinn verður tilkynntur á morgun, mánudag.

Annars er fréttaflutningur af undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir EM almennt séð slakur, ekki aðeins hjá Mogganum. Svíarnir standa sig miklu betur.

Þannig liggja fyrir upplýsingar um dagskrá sænska landsliðsins:

  1. maí: EM-hópurinn valinn

23.-30. maí: Æfingarbúðir fyrir EM

  1. maí: Landsleikur, Svíþjóð-Slóvenía
  2. maí-4. júní: Æfingarbúðir fyrir EM
  3. júní: Landsleikur, Sverige-Wales
  4. júní: Hópurinn fer til Frakkland og til búða sinna þar sem hann dveldur fram að fyrsta leiknum.

EM-keppnin

  1. júní: Riðlakeppnin, Írland-Svíþjóð (18.00)
  2. júní: Riðlakeppnin, Ítalía-Svíþjóð (15.00)
  3. júní: Riðlakeppnin, Svíþjóð-Belgía (21.00)

25. júní-10. júlí: Hugsanlega 16 liða úrslit, átta liða, undanúrslit og úrslit. 


mbl.is Arnór Ingvi á leið til Austurríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður liðið tilkynnt?

Mér finnst nú fréttaflutningur af undirbúningi landsliðsins fyrir EM vera furðu lítill. Það er reyndar í takti við það sem verið hefur en yfirleitt birtast upplýsingar um landsliðið og val þess seint og illa.

Svíar hafa allt annan háttinn á og hafa fjölmiðlar þar greiðan aðgang að landsliðsþjálfurunum - og eru ákafir í að leita frétta.
Erik Hamrén, aðalþjálfari sænska landsliðsins, mun tilkynna hópinn þann 11. maí. Hann og aðstoðarþjálfarinn munu vera sammála um 17-18 leikmenn í 23-manna hópinn en 5-6 eru vafaatriði. Þeir hugsa þá ekki aðeins um liðið heldur og einnig hópinn (móralinn líklega).
Þessir 5-6 spila kannski ekkert eða þá hvern einasta leik. 

Sænska liðið verður ekki klárt fyrr en daginn sem það verður tilkynnt.
Síðan er hægt að gera breytingar til 30. maí en þá þarf að skila endanlegum lista til Uefa.

Hvernær ætli þessum málum sé varið hjá þjálfurum íslenska landsliðsins? Það heyrist ekki mikið frá þeim og litlar eru vangavelturnar hjá íþróttafréttamönnunum.

Hverjir, og hvað margir, eru öruggir og hverjir berjast um vafasætin?
Það hlýtur að vera spurning sem margir knattspyrnuáhugamenn hafa áhuga á og vilja gjarnan fá umfjöllun um.


mbl.is Draumurinn sem rættist - myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2016
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 455588

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband