"Varðeldagosið" vekur athygli ytra!

 "Varðeldagosið" vekur athygli víða. Á Norðurlöndunum voru fréttir um það komnar snemma í morgun - og meira að segja flottar loftmyndir, sem við höfum ekki séð hér að ég best veit, sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article3574054.ece

Á dn.se er flott mynd, væntanlega tekin frá Keldum: http://www.dn.se/nyheter/v...arlden/hundratals-flyr-islandsk-vulkan-1.1064878


Á politiken.dk er þetta stærsta fréttin og yfirdrifnust! http://politiken.dk/

Reyndar eru viðbrögð stjórnvalda hér yfirdrifin og óútskýranleg. Ekki man ég til þess að bannað hafi verið að fljúga yfir landið þegar gosið stóð sem hæst í Grímsvötnum þó svo að gosmökkurinn hafi staðið tugi kílómetra upp í loft. Nú er nær ekkert öskufall og strókum nær aðeins um kílómeter upp, en allt flug bannað yfir landið og umhverfis það!
Já það er merkilegt hvað mikla paník lítill varðeldur getur áorkað.


mbl.is Gosórói að minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Líklega er ástæða flugbannsins það að stðan er óþekkt.

Gosaska í mjöl litlu mæli sem er á þvælingi um loftin getur hæglega stöðvað þotumótor sem þá verður skyndilega eins og sviffluga. Mér skilst að askan þurfi ekki að sjást þó hún stöðvi þotumótor.  Stimpilmótorar eða svokallaður sprengihreyflar þola þetta miklu betur.

Engin spurning að fara varlega og taka enga sensa þangað til komin er yfirsýn á málin.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 21.3.2010 kl. 11:41

2 identicon

Þegar gosið hófst var sett af stað fyrirframákveðin viðbragðsáætlun. Hún felur í sér 120 sjómílna ,,no-fly zone" eða bannsvæði. Það er svo endurskoðað þegar útbreiðsla ösku er þekkt með tilliti til stærðar goss og vinda í háloftunum. Þetta er ástæða fyrir því að ekki var flogið. Veður var vont og í morgun vissu menn hreinlega ekki hve umfang gossins var mikið eða lítið.

Þotumótorar þola illa gjósku. Vegna þess að mikill hiti er í túrbínunum getur lítilsháttar öskumengun glerjað blöðin. Túrbínurnar eru gríðarlega flókin fyrirbæri (í einfaldleik sínum) og nýting er sem best hún gerist. Þetta þýðir á sama tíma að lítið má útaf bera í loftflæði til þess að mótorarnir skemmist. Það þarf ekki endilega að þýða að þeir hætti að ganga, þó vissulega geti það gerst, en skemmdir af völdum gjósku kalla á  gríðarlega dýrar viðgerðir og skapa hættu sem hægt er að lágmarka með skipulegum viðbrögðum. Það er einmitt það sem gert var í morgun.

Vona að þetta hafi varpað einhverju ljósi á ,,hræðsluna við varðeldinn".

Hj (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 13:16

3 identicon

Myndin er ekki frá Keldum. Þetta er farfuglaheimilið í Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð.

tekk (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 455522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband