Hlutlausi sagnfræðingurinn

Nú virðist Morgunblaðið vera búinn að finna arftaka Þórs Whitehead meðal sagnfræðinga, hinn "hlutlausa" túlkanda sögunnar. Guðni gæti jafnvel tekið við af Hannes Hólmsteini bráðum enda velur hann sér viðfangsefnin samkvæmt því.

Nú skrifaði hann um Gunnar Thoroddsen af "næmni" og "virðingu" en áður hafði hann skrifað af sömu næmni og tillitssemi um njósnir stjórnvalda á íslenskum "kommúnistum" á tímum kalda stríðsins.

Og eins og allir "hlutlausir" fræðimenn tekur Guðni Th. aldrei afstöðu, heldur lýsir einfaldlega hlutunum frá "báðum" hliðum - og eins og þeir koma fyrir á kúnni. Njósnir hægri manna á pólitískum andstæðingum sínum eru skiljanlegar og "eðlilegar" á tímum kalda stríðsins (þó þær hafi verið ólöglegar) og mútur Gunnar Thoroddsen til kjósenda, með seðlum Thorsaranna, sömuleiðis (einnig þó að slíkt hafi verið klárt lögbrot).

Og nú er hann að gagnrýna forsetann fyrir að leyfa sér að hafa skoðanir. Slíkt er auðvitað bannað á þessum síðustu og bestu tímum rit- og tjáningarfrelsis. Eða er það frelsi aðeins fyrir suma? 


mbl.is Guðni: Ólafur Ragnar gæti haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 455508

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband