Honum ferst!

Hræsni Nató-liða og USA - og fjölmiðla á Vesturlöndum - hvað varðar Libýu er yfirgengileg. Nær daglega heyrast fréttir frá Afganistan um að NATO-innrásarliðið þar hafi drepið svona og svona marga almenna borgara, nú síðast 9 börn - og hafa stundum fyrir því að biðjast afsökunar ("ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn") en yfirleitt ekki, heldur neiti kategorískt öllum slíkum fréttum.
Þar er jú um innrás að ræða, innrás á mjög hæpnum forsendum svo ekki sé meira sagt. Í Líbýu er hins vegar um vopnaða uppreisn að ræða, þ.e. byltingu, og stjórnvöld gera það sem öll stjórnvöld gera, reyna að verja stöðu sína.

Varðandi viðbrögð annarra stjórnvalda má benda á, að yfirvaldið í Saudí-Arabíu hefur hótað því að berja öll mótmæli niður með harðri hendi, sama hversu friðsöm þau verða. Þar muni ekki vera hikað að grípa til skotvopna.
Ekki hef ég heyrt nein viðbrögð frá vestrænum stjórnvöldum við þessari hótun, ekki frá NATÓ og ekki frá USA, jafnvel ekki frá Össuri Skarphéðinssyni sem þó hefur lýst því yfir að hann og hans fólk séu helstu baráttumenn gegn öllum einræðisherrum í heiminum - ekki síst ef þeir beita þegna sína ofbeldi.
Hvernig ætli standi á þessum ólíku viðbrögðum?


mbl.is Glæpsamlegar árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér!

Hvað er eiginlega að þessum heimi? Annars er ekki lengur hægt að skoða fréttir lengur nema þá á netinu. Vestrænir fjölmiðlar eru ritskoðaðir til helv..  Nema þá Al-Jazeera sjónvarpstöðin! Ég horfi á hana á hverjum degi til að sjá hvað er að gerast í heiminum og svo netmiðlar erlendis. Margt að gerast t.d. í Saudi þó að ég ætla ekki að fara út í það nánar hér.

En Össur Skarphéðins er okkar allra vitlausasti utanríkisráðherra sem við höfum haft. Því fyrr sem hann fer því betra er það fyrir þjóðina.

Trausti (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455506

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband