Stjórnarkreppa í Noregi?

Ljóst er að það reynir meir og meir á stjórnarsamstarf jafnaðarmanna og vinstri sósíalista í Noregi eftir árásir norska flughersins á höfuðstöðvar Gaddafís á aðfararnótt annars páskadags.
Norskar flugsveitir hafa ekki tekið þátt í lofthernaði síðan í síðari heimstyrjöld, ekki einu sinni í Afganistan þar sem Norðmenn eru þó hluti af innrásarliðinu.

Sósíalistíski vinstri flokkurinn hefir stutt bæði þessi stríð, gegn Afganistan og Libýu, en skýlt sig á bak við uppbyggingarstarf í Afganistan og stuðning við samþykkt Öryggisráðs SÞ varðandi Libýu.

Nú hins vegar, þegar farið er að gera loftárásir á fjölmennan vinnustað eins og stjórnarráð landsins og heimili leiðtogans þá er farið að verða harla langsótt að skýla sig á bak við yfirlýsingu um nauðsyn þess að vernda almenna borgara.

Enda er óánægja meðal norskra sósíalista með aðild Noregis í stríðinu gegn Gaddafi orðin mjög útbreidd.
Komnar eru upp mjög háværar raddir um að segja upp stjórnarsáttmálanum og/eða segja sig úr flokknum og ganga til liðs við Rauða flokkinn, sem er enn lengra til vinstri og harður andstæðingur hvers kyns stríðsbrölts norskra ráðamanna.

Segja má að svipuð staða sé að koma upp þar og hér á landi, þ.e. megn óánægja með samstarfi vinstri manna við kratana. Talað er um að hinni gamli vinstriflokkur, Jafnaðarmannaflokkurinn, sé orðin hreinræktaður miðjuflokkur (ef ekki hægri flokkur), sem eigi ekkert lengur skylt við jafnaðarmennsku eða vinstri hreyfingar.

Sama má segja hér á landi og er eflaust ekki langt til þess að bíða að báðar þessar stjórnir falli og að stofnaður verið sterkur flokkur vinstra megin við núverandi flokkalínur - eða sá norski, sem þegar er til staðar, verði umtalsvert styrktur.


mbl.is Norðmenn vilja ekki staðfesta árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband