Sameinuðu þjóðirnar orðnar að færibandastofnun fyrir USA?

Það er ótrúlegt að sjá umsnúninginn hjá SÞ - og Öryggisráðinu - þessi misserin. Fyrst árásirnar á Libýu þar sem SÞ leggur blessun sína yfir tilraunir NATO til að drepa þjóðarleiðtogann (en það gengur klárlega gegn Genfarsáttmálanum sem flestar þjóðir hafa undirritað og heitið að fara eftir (nema auðvitað USA)).

Fréttirnar um drápið á Osama Bin Laden, syni hans, eiginkonu og tveimur öðrum, hafa gagnrýnislaust verið fagnað af öllum (og látið sem að þær séu eins sannar og sólin á himnum), þrátt fyrir að vera augljós brot á alþjóðalögum.

Málið er það að öryggisfulltrúi í CIa hefur viðurkennt að markmiðið með árásinni hafi verið að drepa BIN Laden en ekki að taka hann til fanga.

Þetta getur haft þjóðréttarlegar afleiðingar því slíkt er andstætt almennum réttarreglum.
Það er svo sem hægt að réttlæta slíkt dráp án dóms og laga ef viðkomandi hefur verið virkur í stríðsaðgerðum undanfarið, en svo var alls ekki í tilfelli fimmmenninganna í húsinu rétt hjá höfuðborg Pakistan.

Málið er nefnilega það að samkvæmt viðurkenndum réttarfarsreglum á jafnvel hinn versti skúrkur rétt á réttlátu réttarhaldi.

Auk þess má benda á að sú staðreynd, að leyfilegt sé að drepa óvininn eftir að hryðjuverkalögin voru sett, gerir það að verkum að það verður svo óljóst og fljótandi hver þessi óvinur sé.
Bara með því að fullyrða að viðkomandi sé óvinur, þá má nota hvaða hernaðarleg meðöl sem er til að drepa hann.

Þessi Bush-retorík er notuð óhikað núna af Obama og hans fólki, þrátt fyrir fögur fyrirheit hans um að tala saman með orðum í stað þess að láta hið grímulausa vald tala.

Þjóðréttarfræðingar ytra, svo sem í Noregi, tala nú um að nær hefði verið að taka Osama og hans menn til fanga og rétta yfir þeim á sama hátt og réttað var yfir stríðsglæpamönnum í Rúanda og fyrrum Júgóslafíu.

Reyndar er einnig bent á þá staðreynd að Bandaríkjamenn hafa ekki samþykkt stríðsglæpadómstólinn í Haag - einmitt vegna þess að þeir hafa viljað framfylgja réttlætinu eins og þeim sjálfum þóknast.

Réttarhöld yfir Bin Laden hefðu hins vegar komið flestum til góða.
Með þeim hefði gefist tækifæri til að fá meiri og betri innsýn í þá hryðjuverkastarfsemi sem Osama hefur staðið fyrir,hugmyndafræði samtakanna og aðferðir - og þau mistök sem hafa verið gerð í baráttunni gegn hryðjuverkum. Kannski var það einmitt þetta síðasta sem Bandaríkjamenn óttuðust og vildu því drepa mennina.

Auk þess hafi verið góð reynsla af slíkum réttarhöldum eins og í Nurnberg eftir lok seinna stríðs þegar réttað var yfir nasistunum.

Nú hljóti umræðan að fara að snúast um það hvort öll markmið og meðöl séu réttlætanleg í baráttunni gegn hryðjuverkum - jafnvel eigin hryðjuverk.

En stjórnvöldum er greinilega sama um hvort drápin hafi verið brot á þjóðarrétti eða ekki.
Og fjölmiðlum virðist einnig standa á sama.

Það er hins vegar spurning hvort mannréttindasamtök falli einnig á prófinu.
Það er nefnilega svo samkvæmt almennum hegningarlögum að jafnvel hinn versti skúrkur á rétt á að mál hans komi fyrir rétt áður en til dómsúrskurðar kemur.


mbl.is SÞ fagna dauða bin Ladens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 455524

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband