Hersveitir NATÓ?

Ekki vissi ég að NATÓ væri með hersveitir í landinu, enda slíkt algjörlega bannað samkvæmt ályktun Saminuðu þjóðanna um Libýu. Mogginn hefur greinilega betri upplýsingar.

Ljóst er hins vegar að áróðursstríðið er í fullum gangi, líklega til að réttlæta þá meðferð sem býður Gaddafi og hans nánustu.

Frétt þessi er einkar merkileg fyrir þær sakir að þessi bandarísku "læknasamtök" virðast ekki hafa tekið viðtöl við neitt fórnarlambanna, svo sem þeirra sem var "nauðgað", heldur aðeins við "sjónarvotta".

Persónulega finnst mér svona fréttaflutningur varhugaverður og ætti að bíða með hann þar til opinber rannsóknarnefnd á vegum SÞ hefur verið skipuð.

Annars eru fréttir frá Triboli þessa dagana skelfilegar. Algjör vargöld ríkir þar. Uppreisnarmenn fara rænandi og ruplandi um hverfi stuðningsmanna fráfarandi stjórnar - og íbúar borgarinnar þegar farnir að sakna Gaddafis og þess friðar og öryggis sem stjórn hans gaf þeim. Þetta segir að minnsta kosti vestrænt fjölmiðlafólk sem hefur talað við íbúana þar.

Já, ástandið í Libýu er keimlíkt því sem ríkti í Írak eftir fall Saddams. Vonandi fara þeir samt ekki að sprengja fólk í tætlur þarna líka.


mbl.is Voðaverk Gaddafis gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, aldrei myndi nu elsku góði Gaddafi fara að láta nauðga neinum eða drepa. Það er örugglega lygi enda eru hin meintu læknasamtök vafalaust deild í CIA. Fólkið sem reis upp gegn spillingu og kúgun í Lýbíu er auðvitað bara glæpalýður á mála hjá vondum herveldum eins og Danmörku og Noregi. Og ef ekkert stendur í fréttinni um hersveitir Nato er auðvitað bara um að gera að búa þær til. Það er gott að einræðisherrar heimsins eiga sér trygga málsvara hér í norðrinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2011 kl. 09:06

2 identicon

Cecilia Uddén som är arabisktalande, rapporterar för Sveriges Radio om grymheterna i Libyen. Hon är på plats där. Bilder och intervjuer längre ner på sidan, också av Uddén. Cecilia har också mött och intervjuat Hannibal Kaddaffis etiopiska barnflicka som skållades med kokhett vatten och vägrades sjukhusvård av arbetsgivaren, Hannibals fru. Dessutom vägrades hon lön för sitt arbete.

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=83&artikel=4669392.

S.H. (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:13

3 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Þorsteinn, hann sagði ekkert sem líkist þessu bulli í þér, um leið og einhver vogar sér að efast um að fréttafluttningur vesturveldana sé kanski ekki beint að segja hlutina rétt, þá kemur fólk eins og þú og reinir að gera lítið í því.

Ég er ekki að segja að þetta sé ekki satt, bara að fólk þarf aðeins að passa sig á því að mynda sér ekki skoðanir sem eru einungis byggðar á því sem það les í blöðum vesturveldana.

Ingi Þór Jónsson, 30.8.2011 kl. 09:17

4 identicon

Þorsteinn Siglaugsson - Madur á thínum aldri, ertu ekki betur ad thér en thetta?
Heldurdu virkilega ad Nató séu ad gera árás á Líbíu til ad hjálpa til vid at útrýma illsku?
Hvad med Rwanda, Sýrland, Bahrain og Palestínu? Afhverju erum vid ekki löngu búin ad rádast inní Ísrael?

Líbía var nú reyndar á toppnum í Afríku hvad vardar lífsgædi, en thad skiptir ekki máli nú thegar their eru búnir ad fá thennan glænýja sedlabanka ad vestrænni fyrirmynd.

Gaddafi er svo sem enginn engill, en thad voru íslendinga heldur ekki thegar their samthykktu innrás í Írak thar sem mun fleiri börn hafa kvalist og látist í Líbíu, en vid berum engar ábyrgd thar vegna thess ad vid skutum engan sjálf og gerdum thetta sem varnartaktík til ad halda herlidinu á vellinum af thví ad thad var svo gódur business.

Vonum bara ad öll thessi daudsföll á börnum tharna eigi eftir ad lækka bensínverdid á Íslandi svo thú thurfir ekki ad lída vítiskvalir næst thegar thú fyllir tankinn.

Hördur Valsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:21

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

The first casualty of war is innocence... The biggest casualty of war is the truth...

Ólafur Björn Ólafsson, 30.8.2011 kl. 09:25

6 identicon

Hvenær verða voðaverk skæruliðanna og þeirra glæpamanna gerð opinber????

Saddam Hussein og Gaddafi hafa aldrei drepið eins marga af sínum landsmönnum eins og NATO og þeirra "staðföstu" ríkja.

jóhanna (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:37

7 identicon

"Barnflicka i Kaddaffi-familj vittnar om misshandel" Intervju och bilder av Cecilia Uddén Sveriges Radios arabisktalande korresponent på plats i Tripoli.

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=1650&artikel=4667398

S.H. (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 10:23

8 identicon

"Han såg sina vänner brännas"

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=83&artikel=4669392

S.H. (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 455378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband