Hvað með Samfylkinguna?

Samfylkingarþingmenn og ráðherrar hafa nú verið einkar duglegir við að gagnrýna samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn - og seilst inn á verksvið ráðherra VG. Er skemmst að minnast margítrekaða gagnrýni á Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra - og ítrekuð afskipti Katrínar Júlíusdóttur af innanríkis- og umhverfismálum.

Má þar t.d. nefna skipan hennar í nýja stjórn Byggðastofnunnar, sem í raun réttri á að vera undir lögsögu innanríkisráðherra, og nú síðast athugasemdir hennar vegna "kaups" Kínverjans á Grímsstöðum á Fjöllum, kaup sem eru andstæð lögum og á verkahring innanríkisráðherra að veita undanþágu frá en ekki hennar.

Jóhanna ætti auðvitað að fara að drífa í því að smala saman eigin villiköttum áður en allt verður vitlaust á stjórnarheimilinu. Enn fylgir VG samþykktinni í stjórnarsáttmálanum um aðildarviðræður við ESB, þvert gegn eigin stefnu, og ætti því að vera mikils að vinna fyrir Samfylkinguna að halda samstarfinu áfram.

Samfylkingin getur nefnilega ekki komið aðildarviðræðunum (les aðlögunar-), vegna þessa uppáhaldsmáls hennar, í gegn með stuðningi annarra flokka en VG.


mbl.is Óskiljanleg ályktun um Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455629

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband