Erlend fjárfesting hvað sem það kostar?

Samfylkingin er greinilega á sömu helferð sem Hrunstjórnin var í á sínum tíma - enda var flokkurinn í þeirri ríkisstjórn.

Þá var landið algjörlega opið fyrir erlendum fjárfestingum, bæði hvað stóriðju varðar sem og orkufyrirtækjum - stenfa sem leiddi til óðaverðbólgu, ofurvaxta og að lokum hruns hagkerfisins.

Magma er kannski besta dæmið um erlend orkufyritæki sem hösluðu sér völl hér, en sem betur fer tókst að stöðva þá ásókn í auðlindir landsins - fyrir tilstilli Vinstri grænna.

Nú hefur Samfylkingin aftur upp digurbarkanlega söng og talar um svik VG við stjórnarsáttmálann ef sá flokkur leyfi ekki ótakmarkaðar erlendar fjárfestingar hér á landi.

Á móti getur þá VG bent að í stjórnarsáttmálanum er skýrt tekið fram að auðlindir landsins skuli vera í höndum þjóðarinnar - og að það sé svik við sáttmálann ef farið verður aftur að selja þær erlendum hæstbjóðendum.

Af umræðunum kringum fyrirhuguð kaup Kínverjans á Grímsstöðum á Fjöllum er ljóst að það hriktir enn og aftur í stjórnarsamstarfinu. Og enn er það Samfylkingin sem ruggar bátnum.

Það er merkilegt því staða hennar á þingi er veik. Hún gæti með þessu framferði verið að setja aðlögunarviðræðurnar við ESB í hættu.

Reyndar mætti líta svo á að með árásargjörnu orðalagi undanfarið í garð samstarfsflokksins í ríkisstjórn, sé Samfylkingin reiðubúinn að hætta að gæla við ESB aðild og tilbúin til að fórna henni til að komast aftur í eina sæng með íhaldinu.

Það væri þá saga til næsta bæjar.


mbl.is Skuldar þjóðinni skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 455522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband