Heyr, heyr!

Það er greinilega einhvern hreyfing í róttæka átt í íslensku samfélagi þessa daganna. Sjaldan hefur eins vel verið mætt á fyrirlestur sem þennan. Fyrir nokkrum árum var litið á Chomsky sem afdankaðan sérvitring, steintröll frá tímum 68-kynslóðarinnar sem vildi endurmat allra hluta.

Núna hins vegar eftir tvö misheppnuð stríð, í Írak og Afganistan, sem hafa valdið innfæddum ómældum hörmungum, er annað hljóð komið í strokkinn.

Og ekki minnkaði þessi breytta stemmning þegar Vesturlönd hófu loftárásirnar á Líbýu. Enn á ný hafa vestræn ríki, með Bandaríkin í broddi fylkingar, sýnt árásareðli sitt eftir að hafa falið það vel og vandlega eftir hrakfarirnar í Víetnamstríðinu - og grímulaust ofbeldið í latínsku Ameríku.

Þess vegna fylkist fólk, aðallega ung menntafólk, á fyrirlestur sem þennan þar sem bent er á að hin svokallaða lýðræðisást (og -hefð) vestrænna þjóða er orðin tóm (eins og dæmið frá Chile sannar). Það sem skiptir máli eru hagsmunir stórveldanna og valda- og fégræðgi þeirra.

Þessi stemmning sést vel í skoðanakönnunum í Danmörk fyrir þingkosningarnar þar í landi, sem verða eftir sex daga. Einingarflokkurinn, sem er eini flokkurinn í Danmörku sem hefur gagnrýnt loftárásir Dana á Libýu, þrefaldar fylgi sitt og er nú orðinn næststærsti flokkurinn í Kaupmannahöfn!

Sama er að gerast í sveitarstjórnarkosningunum í Noregi þar sem róttæku vinstri flokkarnir eru að vinna mjög á, en stjórnarflokkarnir (sem þó eru einnig til vinstri) að tapa fylgi - vegna þátttökunnar í Libýustríðinu. 

Það er greinileg hugarfarsbreyting í gangi - og ný vinstrisveifla sem gefur fyrirheit um réttlátari heim, um nýtt samfélag réttlætis þar sem hreinsað verður til og eiginhagsmuna- og fjárplógsöflunum velt úr sessi.


mbl.is Fyrri 11. september og síðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr ! Allar gagnrýnisraddir um utanríkisstefni Bandaríkjanna og fylgifiska hennar eiga fullan rétt á sér. Þessi hugarfarsbreyting á sér sannarlega stað þessa stundina og er vonin að hún dreifist sem víðast, því ekki eru fjölmiðlar eða yfirvöld að vekja neina sérstaka athygli á henni.

Skemmtilegt hvernig Chomsky bað fólk um að ímynda sér hið gagnstæða, ef loftárásir, morð og arðrán elítunnar væru daglegt brauð. Lykillinn er að líta í eigin barm og byrja á því að breyta sjálfum sér; við það breytist heimurinn í leiðinni, stöðug er við vöxum.

 Það ættu fleiri flokkar að gagngrýna loftárasir í Libýu, harkalega! Kanski fengi sá flokkur einnig aukið fylgi :)

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 455397

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband