Furðuleg frétt

Það er eins og fréttamaðurinn reikni með aðeins með því að eina hættan við alheimshlýnunina sé aukin flóð.

Málið er hins vegar það að allt eins mikil hætta er vegna aukinna þurrka. Þar er Norður-Afríka í hvað mestri hættu eins og fjölgun flóttamanna nú þegar er gott dæmi um - og einnig lönd eins og Spánn og Grikkland (og skýrir að hluta til bága stöðu þeirra í dag).

Öfgar í veðrinu eru þannig ekki aðeins faldar í aukinni úrkomu á einum stað heldur einnig auknum þurrkum annars staðar, þ.e. auknum öfgum í veðurfari.

Við hér á landi eigum eflaust eftir að fá okkar skerf af þeim öfgum (aukinni úrkomu og stormum) þó svo að hlýnunin á norðurslóðum verður eflaust minni en annars staðar.


mbl.is Íslandi stafar minnst ógn af hlýnun loftslags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þarna.

en.. það er hægt að bregðast við þurki, en ekki við hækkandi yfirborði sjávar og flóðum vegna þess.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 22:02

2 Smámynd: Vendetta

Stærsta vandamálið í sumum Afríkuríkjum er þó ekki þurrkurinn, heldur stríðsátök, sem gera það að verkum að fólk getur ekki ræktað akrana, því að það flýr stríðið, sbr. Sómalíu.

Hlýnun jarðar orsakar heldur ekki nema fáeina cm hækkun á vatnsyfirborði sjávar, ef það. Engar borgir fara á kaf. Hlýnun jarðar er ekki af völdum koltvíildis og þar með ekki af mannavöldum. Veðurfarið á jörðinni kemur í sveiflum með margra ára millibili. Eftir nokkur ár kemur nýtt kuldaskeið osfrv.

Ég er sammála því, að hlýnun jarðar og sjávar á norðurhveli, þótt ekki sé hún mikil (fáeinar gráður), sé kostur fyrir okkur Íslendinga. Því miður er ekki sömu sögu að segja um íbúa við Karíbahaf. 

Vendetta, 27.10.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vendetta, þú ert væntanlega með góðar heimildir fyrir þessum staðhæfingum þínum..? Þetta er allavega ekki í neinu samræmi við vísindalegar niðurstöður, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna

En allavega þá eru margir þættir sem geta hugsanlega breyst við hækkun hitastigs af mannavöldum (vegna losunar á CO2), sjávarmál er talið geta hækkað töluvert á þessari öld, sumar spár hljóða upp á yfir 1 meter - vonum þó að það sé yfir markið. Hitt er líka verðugt að hafa í huga að breyttar aðstæður á ýmsum svæðum (þurrkar, flóð eða annað) geta haft töluverð áhrif á afkomu fólks...hvað sem það svo getur haft í för með sér...

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 09:38

4 identicon

Æ Svatli, þú ert svo sorglega heilaþveginn að það er erfitt að horfa upp á þetta. Þú gerir ekkert annað en að lepja upp áróðurinn og endurvarpa. Þú hefur enga sjálfstæða hugsun né vit.

Það er nokkuð greinilegt að koltvísýringur veldur ekki hækkandi hitastigi. Það væri vel hægt að fara í rökræður um það, og flest vitiborið fólk sér strax í gegnum þetta bull hjá Al Gore, IPCC (climategate!!) og fleirum.

En Svatli er ekki fær um rökræður, hann er aðeins fær um heilalaust trúboð og rétttrúnaðar áróður, sem felst í að endurtaka og endurtaka möntrurnar, án þess að geta nokkurn tíman svarað mótrökum með neinu viti.

Maðurinn er fífl.

palli (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 10:18

5 Smámynd: Vendetta

Svatli, fyrir ekki svo löngu hélt vísindamaður fyrirlestur þar sem hann sýndi fram á að líkanið sem hlýnunarsinnar notuðu um áhrif koltvíldis á hitastig héldi ekki vatni. Það er enn lengra síðan ég benti sjálfur á í athugasemd á blogginu að það sé óraunhæft að gera tilraunir í þessu sambandi í lokuðu terrarium, sem útilokaði utanaðkomandi áhrif. Það er einmitt það sem fyrrnefndur vísindamaður sýndi fram á.

Umhverfis-skattlagningar, CO2-álögur og verzlanir með kolefniskvóta byggja sem sagt á þessum vafasömu útreikningum hlýnunarsinna. Þetta er sérstaklega óréttlátt, en vafasamir stjórnmálamenn og embættismenn hafa að sjálfsögðu tekið þessum kenningum fagnandi, ekki sízt hér á landi (sbr. ríkissvindlið með bifreiðaskattana). Því að þannig gátu yfirvöld fengið nýjar leiðir til að skattleggja.

Vendetta, 28.10.2011 kl. 12:40

6 identicon

Palli, að minnsta kosti vísar Svatli í heimildir, hvort sem þær séu sannar eða ekki. Meira en helmingurinn af því sem þú skrifaðir er bein árás á manninn sjálfan sem hefur ekkert að gera með fréttina. Þú segir hann ófæran í rökræður en forðast svo að fara út í þær sjálfur. Þarf að segja meira? Ég myndi kalla þig hálvita en ég þarf þess ekki.

Varðandi fréttina, víst er að jörðin fer í gegnum ákveðin hlýnunar- og kuldaskeið en hvort sem hlýnunin í dag er af mannavöldum eða ekki þarf að gera viðeigandi ráðstafanir.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 12:52

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vendetta - heimildir?

Það er einfalt að fullyrða um einhverja sérfræðinga sem sýna fram á eitt eða annað ef ekki þarf að vísa í heimildir eða færa önnur rök fyrir máli sínu. Hvað "vafasamir" stjórnmálamenn hugsa, hefur nú ekki áhrif á eðlisfræði lofttegunda - hvað annað sem segja má um þá...

Í eftirfarandi tengli má lesa um hvernig áhrif CO2 á hitastig var fyrst uppgötvað, sem var löngu áður en einhverjir kolefniskvótar, CO2 álögur, umhverfis-skattlagningar komu til umræðu...

Sjá nánar, Áhrif CO2 uppgötvað

Þarna kemur m.a. fram:

Niðurstaðan er sú að CO2 hefur áhrif á hitastig Jarðar

Vísindamenn leystu gátuna fyrir rúmri hálfri öld. Lausnin er frekar einföld og liggur beint við – og ætti ekki að valda miklum misskilningi. Þrátt fyrir það, þá er enn verið að þylja upp sömu gömlu rökin, eins og gátan sé enn óleyst.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 13:41

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég tek undir með Torfa - undarleg frétt að mörgu leiti og gerir lítið úr þeim áhrifum sem þurrkar og hitabylgjur sem dæmi geta valdið (sjá t.d.Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun). Ég hallast þó að því að mbl.is hafi klúðrað einhverri þýðingu - annað eins hefur nú gerst.

Hins vegar er það rétt að Ísland og fleiri norræn ríki eiga sjálfsagt eftir að hafa það ágætt við hnattræna hlýnun (svona miðað við að hnattræn krísa verður í gangi) - og því munu afleiðingarnar verða verstar fyrir þau lönd sem bera hvað minnst ábyrgð á hinni hnattrænnu hlýnun (sjá t.d.Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda).

Sveinn Atli virðist hafa þaggað niðri í Vendetta, enda virðist Vendetta ekki hafa úr miklum heimildum að moða. Ég vil bæta við að Vendetta virðist gleyma eina grunnástæðum stríðsátaka í Afríku - hungur, fátækt og barátta um náttúruauðlindir (ég er ekki að segja að þetta sé eina ástæðan - en hnattræn hlýnun eykur á þann vanda).

Nýleg rannsókn bendir til þess að nú - í fyrsta skipti í að minnsta kosti 20 þúsund ár sé hnötturinn allur að hlýna -en ekki víxlverkun á milli hvela jarðar (sjá grein eftir Svante Björck) - því virðist fullyrðing Vendetta, þar sem hann segir:  "...Veðurfarið á jörðinni kemur í sveiflum með margra ára millibili. Eftir nokkur ár kemur nýtt kuldaskeið osfrv..." ekki sönn, nema ef horft er á það staðbundið eða einblínt á annað hvel jarðar í einu. Nú eru bæði hvelin að hlýna og það hratt - sem gerist ekki þar sem lítil eða engin náttúruleg sveifla er í gangi (samanber sólvirkni t.d. - sjá Inngeislun sólar síðustu áratugi).

Annars vil ég taka undir að umræða um vísindi ættu ekki að snúast yfir í einhver nafnaköll  - eins og virðist stundum gerast hjá t.d. Palla (ef þetta er sami Palli og ég hef rekist á nokkrum sinnum í sambærilegri umræðu).

Höskuldur Búi Jónsson, 28.10.2011 kl. 23:29

9 identicon

Helgi Heiðar, ég er ekkert að forðast rökræður. Ég hef reynt þær við þessa gutta (Já Höskuldur auðvitað líka mættur) og get sagt að þær eru algjörlega tilgangslausar. Til að kynna þér hugarheim þessara einstaklinga þá mæli ég með að kynna þér Vísindakirkjuna. Það er álíka mikill heilaþvottur í gangi, og alvöru rökræður? Gleymdu því bara. Ég nenni því ekki einu sinni lengur. Þessir menn eru heilaþvegnir.

Jörðin er alltaf að hlýna og kólna. Manngerður koltvísýringur hefur nákvæmlega engin áhrif þar, engin. Jöklakjarnaboranir sýna m.a.s. að það er hitastig sem stýrir magni koltvísýrings en ekki öfugt. Bara þessi eina staðreynd ætti að nægja vitibornu fólki, en ekki þessum greyjum. Þeir vilja meina að afleiðing sé orsök, og orsök sé afleiðing. Hvítabirnir eru ekki í útrýmingarhættu. Al Gore er mesti lygamörður sem ég veit um, enda mun hann græða á tá og fingri á kolefnisskattkerfinu sem hann er að boða. Myndin hans hefur verið bönnuð í skólum í Bretlandi. Helstu vísindamennirnir á bakvið þessa bullkenningu hafa verið staðnir að lygum og svindli, sbr. Climategate. IPCC er pólitísk stofnun, enda fátt um vísindamenn þar á bæ, hvað þá loftlagsvísindamenn.

Allt Global Warming dæmið frá A til Ö eru tölvulíkön þar sem einhverjir "vísindamenn" setja forritinu hvað það eigi að reikna. Þeir geta fengið út hvaða útkomu sem þeir vilja. Þeir hafa verið staðnir að lygum og blekkingum. Hvað þarf meira til að byrja að efast smávegis? Ef þú ert með heila og efa þá þarf ég ekkert að hafa áhyggjur. Vitiborði fólk sér í gegnum þetta bull af löngu færi.

Hvernig útskýrir annars koltvísýringur af mannavöldum á Jörðinni hækkandi hitastig á öðrum plánetum í sólkerfinu?

Og svo ef þú hefur alvöru áhuga á vísindunum þá geturðu kynnt þér Piers Corbyn og hans störf.

The great global warming swindle (bara ein af mörgum myndum um þessa dellu):

http://www.youtube.com/watch?v=Ov0WwtPcALE

Getur líka tékkað á "Global warming or global governance" eða "Global warming doomsday called off"

Ef þú vilt heyra heilaþvegnasta áróður sem um getur, reyndu að mótmæla og rökræða við þessa menn. Það er ekki hægt. Þeir eru ekki hæfir til að hugsa sjálfstætt og æpa sífellt um vísindin sín og að allt sé svo vísindalegt hjá þeim og þeir vísi í svo miklar heimildir. Þetta er mest allt kjaftæði frá rótum. Ég hef kynnt mér þetta þangað til að ég gafst upp á að reyna rökræður við þessa tvo.

Endilega að kynna sér málin sjálfur, en ef þú ert að leita að vitibornum umræðum þá skaltu halda þig langt frá þessum tveimur guttum. Veit ekki um betra dæmi um bjána sem halda að þeir séu með eitthvað í hausnum. Sjálfsupphafnir fílabeinsturnar án hæfni til að hugsa sjálfstætt, hvað þá að efast um eigin möntrur.

palli (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455526

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband