Algjört fíaskó

Innrásin í Írak, sem fjöldi vestrænna ríkisstjórna studdi, hefur beðið algjört skipsbrot. Árangurinn er enginn en tapið gífurlegt.

Núverandi ríkisstjórn með Síja-múslima í fararbroddi, er gjörspillt og stjórnar með einræðistilburðum. Þessi síðasta frétt kemur engum á óvart enda hafa Sunní-míslimar verið ofsóttir í Írak síðan innrásin byrjaði.

Bandaríkjamenn og staðfastir vinir þeirra eiga alla sök á því hvernig málin þróuðust. Innrásin var mjög illa skipulögð, nema hernaðarlega. Hún kostaði yfir 110.000 Íraka lífið, eyðileggingu meginstoða samfélagsins og öryggiskerfis, hatrama borgarastyrjöld og fjárhagslegt hrun, auk spillingarinnar umræddu.

Núverandi stjórnvöld geta ekki kallast lýðræðisleg nema í litlum mæli og ekkert miðar í áttina til sáttar milli ólíkra trúarhópa og kynþátta.

Með brottför bandaríska setuliðsins er Írak skilið eftir í höndunum á þeim sem síst skyldi, Íran. Er þá miklu verr af stað farið en heima setið.

Allir þeir sem studdu og tóku þátt í þessari innrás mega skammast sín.


mbl.is Hætta á stjórnarkreppu í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband