Mesti lygarinn er réttara!

Saga Bergwalls er með miklum ólíkindum. Hann er haldinn geðhvarfasýki og meðvirkni - og fannst það við hæfi að gera félagsráðgjafa einum og sálfræðingi það til geðs að ljúga upp á sjálfan sig öllum þeim óupplýstu (meintu) morðum sem höfðu verið framin í Svíþjóð og Noregi og höfðu þá verið mest í fréttum.

Hann var svo sannfærandi og tókst svo vel til með að lýsa morðunum að honum var trúað. En aldrei fundust sum þessi fórnarlömb þó svo að karlinn hafi verið mjög uppfinningarríkur við að benda á þá staði sem hann gróf þau á (eða kom þeim fyrir). Fóru þá ýmsir að efast og að lokum kom svo að Bergwall virðurkenndi að hafa spunnið þetta upp allt saman.

Eftir situr heilbrigðis- og lögreglumálakerfið með skömmina í hattinn. Málið sýnir fyrst og fremst hvað er auðvelt að ljúga að kerfinu því það er svo meðvirkt og tilbúið að trúa hverju orði sem því er sagt (lognu sem ólognu!).

Lærdómurinn sem má af þessu draga er að trúa mátulega því sem fólk með einhvers konar brenglanir (geðveiki, alkóhólisma osfrv.) heldur fram. sem heilögum sannleika.


mbl.is „Versti raðmorðingi Norðurlanda“ sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband