Borgin í lóðabraski við dæmdan fjárglæframann!

Þetta eru auðvitað athyglisverðar fréttir.
Í stað félagslegrar uppbyggingar á hinum svokallaða Gelgjutanga, öðru nafni Vogabyggð, stendur Reykjavíkurborg í lóðabraski við fasteignafélag Ólafs Ólafssonar og spennir þannig upp lóðaverð - og þar með íbúðaverð - í borginni. 
Í úthverfum borgarinnar er lóðaverð fjórum sinnum ódýrara en í þéttingarreitum utan miðbæjarins (50.000 kr. fm í stað yfir 200.000 kr.) sem spennir íbúðaverð upp sem því nemur.

Þetta er auðvitað ekkert annað en lóðabrask sem borgarstjórnarmeirihlutinn stundar, með borgarstjórann í fararbroddi. Þeir sem hagnast eru braskararnir, þar á meðal dæmdir "fjárfestar", en þeir sem líða eru íbúarnir.

Jafnaðarmennska borgarstjórnarmeirihlutans felst þannig í því að þeir ríku fái meira, þeir blönku minna!
Ég sem hélt að jafnaðarmennskan snerist um allt annað! Já, heimurinn er svo sannarlega orðinn öfugsnúinn.


mbl.is Gagnrýna söluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 455507

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband