Harla klént hjá þjálfaranum að venju

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari er greinilega að bera efni í bálköst að fótum sér.
Eitt er þetta með Albert Guðmundsson sem sýnir að þjálfarinn ræður ekki við starf sitt. Einnig þessi afsökun um að menn séu lítið að spila með félagsliði sínu og því ekki valdir.

Það á við um marga þeirra sem þó eru valdir. Þar ber fyrst að nefna Andra Guðjohnsen sem lítið sem ekkert spilar með miðlungsliði í Svíþjóð, Norrköping. Einnig Mikael Ellertsson sem er yfirleitt varamaður í liði í mikill fallhættu í ítölsku b-deildinni! Þarna er einnig Ísak Bergmann sem nær ekkert hefur fengið að spreyta sig með FCK undanfarið og sömuleiðis Þórir Helgason sem er næstum alveg fallinn út úr liði Lecce.

Hins vegar eru menn ekki í liðinu sem leika reglulega með félagsliðum sínum, menn eins og Valgeir Lunddal með Häcken (sem er stórfurðulegt að sé ekki valinn), Willum Willums hjá Go Ahead í Hollandi, Aron Sigurðar með Horsens, Viðar Kjartans og Samúel Friðjóns hjá Atromitos í Grikklandi og Kristal Mána hjá Rosenborg (sem byrjar vel með liðinu í norsku bikarkeppninni). Svo er auðvitað spurning með spútikmanninn Kolbein Finnsson sem hefur slegið eftirminnilega í gegn með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Einnig má nefna "varamennina" í hópnum, þá Hjört Hermanns, Guðmund Þórarins og Svein Aron sem allir leika reglulega með sínum félagsliðum.

Margir þessara eiga skilið að fá að vera í aðalhópnum og þá einkum á kostnað "gæludýra" þjálfarans, Andra Guðjohns og Mikaels Ellerts ...

Já, val þjálfarans á landsliðshópum sýnir enn og aftur að hann er vanhæfur sem landsliðsþjálfari.
Það er einkum þráhyggja hans við að velja alltaf sama kjarnahópinn, alveg óháð því hvort þeir séu að spila með félagsliðum sínum eða ekki, og ekki síður óháð því hversu illa landsliðinu gengur.


mbl.is Birkir, Albert og Sveinn ekki í landsliðshópnum - Sævar nýliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455509

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband