Val sem má gagnrýna

Valið á landsliðshópnum má vel gagnrýna. Þarna kemur t.d. á óvart að Elías Ólafs er valinn einn af þremur markvörðunum en Patrik Gunnarsson ekki en hann hefur spilað allan leiki með Viking, sem er í harðri toppbaráttu í norsku úrvalsdeildinni. Elías er ekkert að spila að því að best er vitað en Patrik er einn af bestu markvörðum í Noregi.
Þá er Sverrir Ingi valinn en hann hefur verið meiddur undanfarið og er það enn. Vel hefði mátt velja Davíð Ólafs í staðinn sem hefur leikinn allan leiki með Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.
Tveir nýliðar eru í hópnum, Kristian Hlynsson (f. 2004) í Ajax og Orri Óskars (f. 2004) í FCK. Einhver hefði nú frekar viljað sjá þá í 21 árs liðinu. Danir hafa þann háttinn á núna að láta A-landsliðsmenn, sem eru gjaldgengir í 21 ára liðið, spila með yngra landsliðinu.

https://www.dr.dk/sporten/seneste-sport/daramy-og-kristiansen-tager-med-u21-landsholdet-til-frankrig

A-liðið hefur úr nægum sóknarmönnum að velja eins og Sveinn Aron Gudjohnsen, sem spilar reglulega með toppliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni, og Ísak Þorvalds hjá Rosenborg. Jafnvel Brynjólf Willumsson hjá Kristiansund, sem er búinn að ná sér af meiðslum og kominn í gott form.

Árangur Hareide með íslenska landsliðið hingað til er ekki neitt til að hrópa húrra yfir og hann ekki hafinn yfir gagnrýni, ekkert frekar en fyrirrennari hans, sem einnig vandaði ekki valið á landsliðinu - og tók ekkert tillit til 21 árs liðsins. Hareide virðist feta í sömu fótspor.


mbl.is Töluverðar breytingar á landsliðshópnum – Orri nýliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455509

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband