"heitt í hamsi"?

Var ráðherranum virkilega heitt í hamsi - og yfir hverju? Kannski vegna yfirstandandi þjóðarmorði á Palestínumönnum á Gaza, þar sem hundruð barna og almennra borgara eru drepnir á hverjum degi? Kannski vegna árásar Ísraelshers í gær á lest sjúkrabíla sem voru að flytja limlesta Palestínumenn, konur og börn á sjúkrahús í borginni?

Það er reyndar fleirum heitt í hamsi vegna þess síðarnefnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, er gjörsamlega miður sín vegna árásarinnar enda liggja limlestir líkamar farþeganna eins og hráviðri á götunni.
En Birgir Þórarinsson furðar sig á því að palestínskur ráðherra sé reiður vegna þessa, enda hefur Birgir þessi réttlætt fjöldamorð Ísraelshers á palestínskum almenningi með þeirri afsökun að Ísrael hafi "rétt á að verja sig"!

Og það gera fleiri Ísraelsvinir eins og flestum er kunnugt.
Eitthvað annað hljóð hefði nú heyrst ef Rússar hefðu gert slíkt hið sama í Úkraínu.

Já, hræsnin mun síst þér sóma, sagði skáldprestur einn eitt sinn, orð sem eiga einkar vel við um alþjóðastjórnmálin þessa dagana.


mbl.is Palestínskum ráðherra heitt í hamsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 455599

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband