Blekkjandi mynd

Efsta myndin sem birtist hér og sýnir hraunið í um þrjá eða fjóra kílómetra í loftlínu frá Grindavík, er blekkjandi að því leyti að hún jafnar út landslagið. Þarna eru auðvitað fyrirstöður eins og Þorbjörninn og fleiri fjöll, enda hefur verið talað um að aðeins syðsti (austasti?) hluti Grindavíkur væri í hættu ef ólíklega vildi til að hraun færi að streyma í átt að bænum (Þórkötlustaðahverfið).
Það eru flestir jarðvísindamenn sammála um að afar ólíklegt sé að slíkt gerist - og vilja jafnvel meina að gosið sé að fjara út, standi varla fram að jólum. Má þar nefna prófessorana Magnús Tuma Guðmundsson, Ármann Höskuldsson og Þorvald Þórðarson! 

Þrátt fyrir það gefur Veðurstofan, og þar með Almannavarnir, út nýtt hættumat fyrir svæðið og er þá Grindavík skyndilega þar inni. Jafnframt er lýst yfir neyðarástandi á svæðinu sem fær lögreglustjórann á Suðurnesjum að banna íbúum að koma til bæjarinnar í meira en viku og lokar jafnframt öllum vegum sem liggja til hans!! Það munar ekki um minna!
Er slíkt valdboð, sem getur ekki kallast annað en valdníðsla á hæsta stigi, er nær einstætt í sögu þjóðarinnar - og "almannavarna" - og er þó um margar slíkar geðþóttaákvarðanir að ræða. Afsökunin er: "við förum að ráðum "vísindamanna", sem er í raun aðeins einn maður á Veðurstofunni.
Umrædd mynd birtist reyndar fyrst á vef danska sjónvarpsins:
https://www.dr.dk/nyheder/udland/se-de-vilde-billeder-fra-vulkanudbruddet-paa-island

 


mbl.is Myndir sýna nálægðina við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband