Pólverjarnir á morgun

Já, þetta verður strembið í dag en ennþá verra á morgun þegar landinn mætir silfurliði(?) Pólverja frá síðasta HM.

Svíarnir keppa við Pólverjana í kvöld, á eftir leik okkar manna, og eru ekkert alltof sigurvissir. Athygli vekur að gömlu markverðirnir frá gullliði Svía, Tomas Svensson, 40, og Peter Gentzel, 39, standa í markinu.

Þjálfari Svíanna, Ingemar Linnéll, þykist vita taktík Pólverjanna. Þeir muni láta heilmikið vaða fyrir utan punkalínu í byrjun og hafa áhorfendur með sér. Því sé mikilvægt að halda rónni og ekki stressa sig á því þótt ekki takist að stöðva skytturnar þeirra til að byrja með. Þetta er eflaust eitthvað sem okkar menn geta lært af Svíunum.

Pólsku spilararnir hafa talað um mikilvægasta leik lífsins en Svíarnir vilja halda öðrum prófíl: "Leikurinn er mikilvægur en við verðum að horfa til þess sem við ætlum að gera og ekki ætlast ekki til of mikils."

Hér virðist þjálfarinn höfða til þess að leikurinn gegn Íslendingum sé mikilvægari og vilji spara kraftana þangað til.

Við ættum einnig að hafa það í huga ef Svíar tapa og við vinnum Argentínumenn. Leikurinn gegn Svíum skipti þá höfuðmáli.

Linnéll er með þá taktík að skora mikið á Pólverjana í byrjun og stressa þá þannig: "Ég held að þeir eigi erfitt með að þola mótbyr."
Enn einn lærdómurinn sem þjálfarinn okkar gæti dregið af þessu viðtali?


mbl.is Mótherji Íslands í dag: Argentína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband