Marta einnig á leið til Los Angeles?

Samkvæmt fréttum í sænskum netmiðlum var besta knattspyrnukona heims, hins brasilíska Marta, einnig valinn af Los Angeles-liðinu.

Svíar sem telja sig hafa bestu deildina, eru ekkert alltof hrifnir af því að missa marga leikmenn til USA. Þeir benda á að leiktímabilið standi aðeins í sex mánuði (hvað eiga leikmennirnir að gera í hina sex?) og ráðleggja því ungum knattspyrnukonum að fara ekki til hins guðs útvalda lands. Það séu ekki knattspyrnulegar ástæður sem trekki, heldur peningarnir.

Þannig að ekki er alveg víst að það sé rétt af Margréti Láru að fara til Bandaríkjanna og spila þar. Kannski er Svíþjóð betri kostur ef hann býðst en launin þar eru ekkert mikið verri en í USA, nema hjá þeim allra bestu. 


mbl.is Los Angeles með rétt til að semja við Margréti Láru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Bíðum nú við!  Eru Svíarnir að segja að bandaríska deildin standi aðeins yfir í 6 mánuði og sé því ekki góð fyrir leikmennina???

Nú í ár hófst sænska deildin 6. apríl og lýkur þann 18. október.  Hvað er það langur tími?  Svo var tekið hlé í einn og hálfan mánuð (frá 9. júlí til 25. ágúst) vegna Ólympíuleika, þannig að nú í ár var sænska deildin í gangi í 5 mánuði.

Kristján Magnús Arason, 25.9.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband