Aðrir Íslendingar ytra ...

Það eru fullt af leikjum öðrum ytra, þar sem Íslendingar koma við sögu.

Ekki virðist þó landsliðsmönnunum almennt vera treyst í liðum sínum. Emil Hallfreðsson var ekki einu sinni á bekknum hjá Reggina sem vann sinn leik 2-0. Þá var Stefán Gíslason tekinn út af í hálfleik, þegar lið hans Bröndby leiddi aðeins 1-0. Leiknum lauk hins vegar með 3-0 sigri liðsins.

Þá var Arnar Smárason enn og aftur á bekknum hjá Heerenveen sem náði jafntefli gegn Feyenoord á útivelli. 

Í Svíþjóð leika Íslendingafélögin Gautaborg og Elfsborg innbyrðis og eru allir Íslendingarnar þar í byrjunarliðinu, Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson með Gautaborg og Helgi Valur Daníelsson með Elfsborg. Bæði liðin eru í toppbaráttunni þarna og skiptir því þessi leikur miklu máli. Gautaborg er að vinna stórsigur 5-2.

Í Noregi gerðust þau tíðindi að Ólafur Bjarnason hjá Brann var valinn besti maður liðsins á þessu leiktímabili af stuðningsmönnum þess. Hann er í byrjunarliðinu ásamt Birki Má Sævarssyni en Gylfi Einarsson og Ármann Björnsson eru á bekknum. Kristján Örn er í leikbanni. 

Þá er Garðar Jóhannsson í byrjunarliðinu hjá Fredrikstad sem með sigri í dag getur tryggt sér silfurverðlaunin í keppninni (liðið er þó undir eins og er 0-1).

Stabæk er yfir gegn Vaalerenga 2-0 og skoraði Veigar Páll bæði mörkin. Liðið er þegar orðið norskur meistari.

Þá er leikur milli Íslendingaliðanna Lynn og Aalesund og er Lyn yfir 1-0 eins og er. Íslendingarnir eru allir í byrjunarliðinu, þeir Indriði Sigurðsson og T. Elmar Bjarnason hjá Lyn og Haraldur Guðmundsson hjá Álasundi.

Lið Haralds er í hörku fallbaráttu og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sér upp. Nýr þjálfari, hinn kunni Kjetil Rekdal, hefur komið skikk á liðið sem hefur tekið á sig rögg undanfarið. Haraldur nýtur trausts hjá frekjudallinum Rekal sem hafði þó byrjað á því að setja Harald út úr liðinu og tapað (með því?) fyrstu leikjunum.

Nú er kappinn hins vegar inni í varmanum og ætti að vera mögulegur kostur í landsliðið. Hann er mjög vel spilandi, með góðan vinstri fót en alls ekki einfættur eins og Hermann Hreiðarsson - og spilar sömu stöðu.

 


mbl.is Grétar Rafn í liði Bolton en Heiðar á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455517

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband