600 milljarðarnir til Breta aðeins lítill hluti af skuldum Íslendinga!

Skuldir vegna lána íslensku bankanna þriggja eru 19 milljarðir dollara, sem þarf að fá að láni til að borga þetta allt saman. Auk þess þarf 6 milljarði dollara að láni til að tryggja starfsemi ríkisins til ársins 2010.

Til samanburðar má nefna að lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er upp á 2 milljarði dollara og alls er verið að leita að 6 milljarða dollara láni, aðeins til þess eins að bjarga gjaldeyrismálum þjóðarinnar!

Nú þegar skilmálarnir eru komnir fram - og á þennan hátt - þá veltir maður vöngum hvað þar sé sem ekki mátti líta dagsins ljós. Það virðist alls ekki ljóst enda ekkert þarna sem kemur á óvart.

Nær öruggt er að beiðni um leyndina hafi komið frá íslenskum stjórnvöldum, þrátt fyrir að því hafi verið ítrekað neitað, þar sem skilmálar vegna lána til Úkraínu (einhverju spilltasta ríki heims) og Ungverjalandi voru lagðir fyrir stjórnþing þeirra landa. Meira að segja Pakistanir hafa upplýst um skilmála lánsins sem þeir hafa beðið IMF um.

Þessi vinnubrögð íslenskra stjórnvalda eru í stíl við leyndina yfir raforkuverði til stóriðju og sama lygin viðhöfð, að hún hafi komið til vegna kröfu erlendis frá (þetta upplýsti forstjóri Alcans okkur um á sínum tíma).

Greinilegt er að hroki og ólýðræðislega vinnubrögð Davíðs Oddssonar stjórna enn ráðamönnum þjóðarinnar - og því ekkert óeðlilegt að þess sé krafist að ríkisstjórnin fari frá um leið og Davíð verði rekinn frá Seðlabankanum.

Við lifum allt í einu í einu spilltasta og ólýðræðislegasta ríki veraldar. Er ekki kominn tími til að breyta því - og losa okkur við lygarana?  


mbl.is „Eftir öðru að þjóðin fái upplýsingar með þessum hætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagsmunir ESB ganga fyrir hja tessari tjodhaettulegu Rikisstjorn !

En hefur enginn fengid ad taka pokann sinn vegna hrunsins ekki einn einasti stjornmalamadur Stjornarflokkana og enginn einasti embaettismadur. Ekki EINN !

Tessi spillingarstjorn er i bodi SAMFYLKINARINNAR !

Takidi eftir tvi !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455506

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband