Bjartsýnisgoðið Össur!

Bragð er að þá barnið finnur! Össur hefur undanfarið verið helsti gleðigjafinn í íslenskri pólitík.

Fyrst með fréttinni um Drekasvæðið þar sem okkar bíður olíuævintýri á við ævintýri Norðmanna og svo með fréttinni um samninginn við Norðurál vegna álvers í Helguvík.

Úrtölumenn í hópi harðdýranna hafa að vísu bent á að samningurinn vegna álversins í Helguvík sé engu betri en samingur framsóknarmanna vegna álversins á Reyðarfirði: rafmafn á gjafvirði, tollar afnumdir af tækjum og tólum vegna verksmiðunnar og skattar á fyrirtækið lægri en þekkist á önnur fyrirtæki hér landi og er þá mikið sagt.

Hjarðdýrin neikvæðu hafa og bent á að kosningarloforð Samfylkingarinnar um Fagra Ísland sé löngu svikið og orðin að engu.

Ég vil endilega bætast í þennan neikvæða hjarðdýrahóp og benda á að í Noregi eru nú háværar raddir uppi um að draga úr olíuleit, og jafnvel olíuvinnslu, og sýna þannig í verki að norsk stjórnvöld séu sannarlega tilbúin að berjast gegn ofhlýnun jarðar og geri allt sem í hennar valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þess í stað ættu Norðmenn að nota olíuauðinn til að þróa nýja, náttúruvæna orkugjafa til að nota í stað olíunnar.

Hvernig sem maður leitar í fréttum af áætlunum ráðherra Samfylkingarinnar, umhverfisráðherrans eða iðnaðarráðherrans, þá er hvergi neinar svona háfleygar áætlanir að finna í þeirra plönum. 

Það er þannig ekki aðeins hinn mengunaróði iðnaðarráðherra sem svíkur kosningarloforð flokksins um fagurt Ísland heldur einnig umhverfisráðherrann.  Hann kom heim um daginn frá fundi í Póllandi um umhverfismál og fullyrði að mjög mikill og góður árangur hafi náðst þar.

Frá umhverfisverndarsinnum um allan heim bárust hins vegar aðrar fréttir. Fundurinn í Póllandi nú í desember hafi ollið miklum vonbrigðum og boðaði ekkert gott fyrir stóra fundinn í Kaupmannahöfn nú seinna á þessu ári.

Viljið þið fá fleiri jákvæð tíðindi frá ráðherrum Samfylkingarinnar nú mitt í fjármálakreppunni sem kemur beint ofan í umhverfiskreppuna? Fylgist þá endilega með Össuri og Þórunni!


mbl.is Össur: Eftirtektarverð hjarðhegðun fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Ef er fylgst með ummæli ráðherra þá er hun mikill mótsögn miðavið hvað er að gerast í heiminu.

Frá hvaða plánetu koma þeir eigilega þá meina ég ráðherrarnir.  Ekki þessarri.

Einnig sé ég enga FRAMTÍIÐASÝN hjá stjórmálaflokkunum.

Ég tel að ríkisstjórnin verður fallin þegar fer að vora.

Anna , 12.1.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband