Hvað með Perú?

Áhyggjur vestrænna ríkisstjórna vegna mótmælanna í Íran kemur nokkuð á óvart miðað við skeytingarleysið sem þessu sömu stjórnvöld sýndu við fréttum af drápum perúískra stjórnvalda á indíánum sem voru að mótmæla eyðingu regnskóga landsins og stórfelldri mengun vegna olíuvinnslu vestrænna stórfyrirtækja á Amazonsvæðinu.

En þetta kemur auðvitað ekkert á óvart. Allir Íslendingar hafa orðið vitni að því nú í kreppunni hvernig fjölmiðlar er nýttir í pólitískum og fjárhagslegum tilgangi í þágu nýlíberalismans.

Og sama gerist úti í hinum stóra heimi. Íran leyfir enga erlenda "fjárfestingu" í landinu - og hefnist nú fyrir það meðan Garcia, forseti Perú, kemst upp með fjöldamorð á þegnum sínum án þess að nokkur (nema lágværar hjálparstofnanir) hreyfir andmælum.

Já, fréttaflutningur vestrænna fjölmiðla af niðurstöðum kosninganna í Íran er ótrúlega hlutdrægur. Þeir gefa sér að niðurstöðurnar séu svindl, vegna þess að Ahmadinejad lætur leiðinlega við Kanann og við Ísrael. Hvað gerist næst, innrás eins og í Írak??

Svo eru Japanir að hafa "áhyggjur". Þeir studdu jú nýafstaðin fjöldamorð á Tamílum á Sri Lanka - já gerðu þau möguleg. Þvílík hræsni!


mbl.is Áhyggjur af ástandinu í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það er nokkuð til í þessu, fréttir eru matreiddar ofan í okkur í mörgum tilvikum.

Garðar Valur Hallfreðsson, 16.6.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 54
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 455493

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband