9.2.2015 | 20:30
Mega skjóta á mótmælendur!
Þessar reglur fara nú að minna á lögregluríkið í Egyptalandi sem telur ekkert að því að skjóta á friðsama mótmælendur - eða dæma þá til dauða fyrir mótmæli - né að beita táragasi á knattspyrnuáhugamenn þannig að fjöldi fólk treðst undir í skelfingu sinni og lætur lífið, eins og gerðist nú um helgina.
Já, Ísland er að verða að lögregluríki, þökk sé hægri stjórninni hér á landi. Nú á enginn ný búsáhaldabylting að líðast - og njósna skal um hvern þann sem á einhvern hátt getur talist "ríkinu" hættulegur.
Big brother is watching you. 1984 er að verða að veruleika.
![]() |
Hvenær má lögreglan nota skotvopn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2015 | 08:06
Ókeypis upplýsingar fyrir skattrannsóknarstjóra?
Mér skilst á erlendum fréttum um málið að þarna sé hægt að nálgast upplýsingar um þá einstaklinga sem hafa notfært sér þessa "þjónustu" - og það ókeypis.
Það er auðvitað spurning af hverju íslensk stjórnvöld gera ekki slíkt hið sama í stað þess að ætla að semja við einhverja erlenda hakkara um slíkar upplýsingar.
Þótt þessar upplýsingar séu nokkuð gamlar eða frá því um 2007 er enn hægt að innheimta skatt af þeim, amk samkvæmt sænskum lögum.
Þá hafa Svíar gert samkomulag við skattaparadísina Bresku Jómfrúareyjar og hafa um 280 einstaklingar og fyrirtæki verið uppvís að skattsvikum. Sektir sem viðkomandi eiga yfir höfði sér geta numið yfir 10 milljarða króna.
Nær 3000 aðilar hafa upplýst sænsk yfirvöld um fjármagn sitt í skattskjólum og samið um sektargreiðslur vegna þess og yfir 2000 manns árið áður. Þannig hafa yfir 30 milljarðar skilað sér inn í ríkissjóð.
Þetta hefur tekst með því að semja við skattaparadísir um þessar upplýsingar, svo sem við lönd eins og Sviss og Lúxemburg. Hagnaðurinn af þessu hefur verið ótvíræður fyrir sænska ríkið þó svo að það sé kostnaðarsamt að fá þessar upplýsingar.
http://www.dn.se/nyheter/rekordmanga-tog-hem-pengar-som-gomts-utomlands/
Þetta hlýtur að vera eitthvað fyrir íslensk stjórnvöld til að taka eftir.
![]() |
Bankinn aðstoðaði við skattsvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2015 | 12:38
Merkel um vopnaaðstoð Kananna við Úkraínu
Athyglisverð frétt í hádegisfréttum RÚV í dag. Þar sagði Þýskalandskanslari að Úkraínuher þyrfi ekki fleiri og fullkomnari vopn frá Bandríkjunum.
Hún átti bara eftir að bæta því við ... en þau sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá Kananum.
Fjölmiðlar hér á landi hafa þó hingað til flutt aðrar fréttir af "aðstoð" Bandaríkjamanna við hina hálffasísku valdaránsstjórn í Úkraínu, eða að þeir séu (fyrst núna?) að íhuga að senda vopn til stjórnarhersins í landinu.
Samkvæmt Merkel eru þeir nú þegar (löngu?) byrjaðir að senda vopn til Úkraínuhers.
![]() |
Dró fram rússnesk vegabréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2015 | 17:53
Gerist á vakt Samfylkingarinnar
Samfylkingin er ekki að gera það endasleppt í borginni. Ekki nóg með klúðrið hvað strætó varðar, og framkomuna gagnvart fötluðu fólki (það átti jú að spara svo mikið með því að færa ferðaþjónustuna yfir á strætó) heldur einnig gróðahyggjuna í skipulagsmálum.
Húsin tvö í miðbænum eru flutt til að rýma fyrir enn einu hótelinu - væntanlega til þess að fá inn aukin fasteigna- og lóðagjöld.
Láreistri byggðinni, sem er sjarminn við miðbæinn, er fórnað fyrir peninga. Merkilegt að ekkert heyrist af mótmælum vegna þessa gjörnings miðað við viðbrögðin síðasta sumar vegna silfurreynisins sem stendur þarna fyrir framan rauða húsið. Tréð er greinilega meira virði en láreist byggðin!
Fleiri skipulagsslys eru að gerast þessa dagana í miðbænum. Hljómalindsreitnum hefur verið umturnað án nokkurrar umræðu en nú er það "Frakkastígs"reiturinn sem er fórnarlambið - og engin umræða heldur um þá framkvæmd. Þrjú falleg timburhús hafa verið rifin til að hliðra fyrir enn einum steinkumbaldanum við aðalgötu bæjarins, Laugaveginn.
Mér finnst þetta ekki hægt - og sýnir að borgarstjórnarmeirihlutinn er algjörlega undir hælnum á verktakakapitalinu.
Aldrei mun ég kjósa Samfylkinguna aftur (né VG, Bjarta framtíð og Pírata) og allra síst veita Hjálmari Sveinssyni, formanni skipulagsnefndar, atkvæði mitt í prófkjöri.
![]() |
Gátu ekki fært húsin vegna bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2015 | 09:44
Hörku riðill!
Þetta er svo sannarlega erfiður riðill sem 21 árs landsliðið lendir í. Að sama skapi er hann skemmtilegur og góð áskorun fyrir strákana. Ekkert veikt land með í riðlinum!
Gaman væri að sjá einhvers staðar hvaða leikmenn eru enn gjaldgengir í liðið, svo sem Sverrir Ingi og fleiri af þeim sem voru svo grátlega nærri því að komast í úrslitakeppnina síðast.
![]() |
Ísland með Frakklandi og Úkraínu í riðli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2015 | 10:41
Leikaraskapur
Leikmaður PSV sem var rekinn útaf kom ekki við andstæðinginnn, sem lét sig detta full auðveldlega - og tókst að fiska PSV-manninn útaf. Áður hafði Breda-maðurinn gert sig sekan um tvö brot án þess að dómarinn dæmdi.
Flott hjá Eindhoven að vinna samt leikinn manni færri allan tímann - og flott hjá hinum 19 ára Íslendingi að vera kominn á bekkinn hjá þessu langbesta liði Hollands þessa leiktíðina. Þarna er landið vonandi að eignast nýja stjörnu!
![]() |
Rautt eftir 28 sekúndur (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2015 | 08:41
Svíar að reka landsliðsþjálfarana?
Fréttir berast af því að Svíar ætli að reka landsliðsþjálfara sína eftir tapið gegn Pólverjum í 16 liða úrslitunum. Þeir telja öruggt að liðið komist ekki á Ólympíuleikanna árið 2016 (aðeins tvö sæti laus nú en voru 10 fyrir HM) og vilja því fara að byggja upp frá grunni.
Hér er undarlega hljótt um allt slíkt og meira að segja gert því skóna að enn sé möguleiki á að komast á ÓL.
Ég fæ ekki skýrt þetta á annan hátt en skort á gagnrýnni umræðu í fjölmiðlum. Íþróttafréttamenn þora ekki að taka á "viðkvæmum" málum. Ástæðan er líklega nálægðin (fámennið) hér á landi. Menn þekkjast of vel, eru kunningjar, og vilja því ekki vera að hjóla í náungann (sem er viðkunnalegur í þokkabót eins og er í tilfelli landsliðsþjálfarans).
Meðan þetta ástand ríkir er ekki von á að það birti yfir íslenskum handbolta. Fjölmiðlarnir bera ekki síst ábyrgð á því.
![]() |
Eru kaflaskil framundan? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2015 | 20:08
Eru allir sáttir við þessa staðsetningu?
Mér finnst nú vægast sagt fáránlegt að vera að byggja á þessum stað í Öskuhlíðinni. Nógu slæmt var að leyfa byggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hann er, svo ekki sé verið að bíta höfuðið af skömminni með að færa byggingarsvæðið lengra inn í Öskuhlíðina (og austar) þar sem hún hefur fengið að vera í friði til þessa.
Þetta er auðvitað eitt fallegasta og vinsælasta útivistarsvæðið í borginni og algjör skandall að ganga svona á það. Auk þess mun fylgja þessum framkvæmdum það mikið rask að fjölfarni hjóla- og göngustígurinn þar fyrir neðan mun eflaust vera lokaður á meðan á framkvæmdum stendur.
Ég hvet fólk til að mótmæla þessu - og ásatrúarmenn til að hætta við þessar framkvæmdir og reisa hofið einhvers staðar annars staðar.
![]() |
Hof Ásatrúarmanna rís 2016 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2015 | 16:55
Segir þetta ekki allt um getu íslenska landsliðsins?
Hrakfarir Bosníu á HM sýna að mínu mati hve íslenska landsliðið er lélegt um þessar mundir - og að þörf sé á róttækri uppstokkun á því og á því hverjir komi að liðinu, svo hægt sé að komast hjá enn verri frammistöðu á næstunni.
Tapið gegn Bosníu í undankeppni HM var nægilegt viðvörunarljós - sem og tapið gegn Svartfjallalandi nú í undankeppni EM - en sem ekkert var gert með.
Við vorum greinilega mjög heppnir með riðil á HM, aðeins Þjóðverjar komust í 8 liða úrslit, sem skýrir það að við komust þó í 16 liða úrslitin.
Reyndar er flestum orðið sama hvernig liðið stendur sig - en við skulum vona að svo sé ekki einnig ástatt með handknattleiksforystuna.
![]() |
Fjórtán marka sigur hjá Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2015 | 08:48
Þarf ekki að skipta um þjálfara?
Merkilegt að engin umræða hafi komið upp um þjálfaramál landsliðsins eftir þennan dapra árangur á HM (þrjú "stór"töp gegn Svíum, Tékkum og Dönum). Það er eins og menn geri ráð fyrir því að landsliðsþjálfarinn sé æviráðinn og ekkert fái því breytt.
Samt verður að líta svo á að valið á landsliðinu, mjög lítil endurnýjun liðsins á liðnum árum, hafi verið misráðið. Það er eins og sumir leikmenn sé einnig æviráðnir og yngri menn komast ekki að.
Við eigum fjölda þjálfara sem eru að gera það gott erlendis. Hætt er við að Guðm. Guðm. og Dagur fáist ekki nema fyrir háar upphæðir vegna frammistöðu þeirra nú (Guðmundur situr reyndar veikt en hann hefur þegar þjálfað íslenska landsliðið nógu lengi). Alfreð ætti að vera álitlegur kostur. Hann er að vísu í einhverju flottasta þjálfarastarfi í heimi en gæti langað til að fara að koma sér heim. Patrekur er einnig álitlegur enda staðið sig þokkalega með Austurríkismönnunum. Fleiri má nefna sem koma til greina.
Allavega þarf að stokka upp málunum enda nokkuð síðan við náðum viðunandi árangri á stórmótum (og eigum á hættu að komast ekki á EM, hvað þá á ÓL).
![]() |
Tíu sinnum gert betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 2
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 464550
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 193
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar